Kjarninn - 29.05.2014, Blaðsíða 11
02/02 eVróPa
n
iðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins
sýna glögglega að efnahagskreppan í álfunni
er farin að rista djúpt í hið pólitíska litróf
landa álfunnar. Uppgangur stjórnmálaflokka
sem efast um Evrópusamstarfið og þá ekki
síst frjálsa för fólk innan álfunnar. David Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands, lét hafa eftir sér í viðtali við breska
ríkisútvarpið BBC að óhjákvæmilegt væri
annað en að taka þessar niðurstöður alvar-
lega og endurskoða samstarfið á vettvangi
Evrópusamstarfsins. Þó mætti ekki gleyma
mikilvægu lýðræðislegu hlutverki þessar
kosninga og mikilvægt væri að taka vilja
fólksins alvarlega.
Þjóðarleiðtogar stærstu Evrópuríkja tóku
í sama streng og sögðu niðurstöðu kosning-
anna vera merkilega og sýna að mikil þörf
væri á því að endurskoða hlutverk Evrópu-
sambandsins. „Fólk þarf að hafa trú á því að
Evrópusambandið sé virkur lýðræðislegur
vettvangur sem vinnur fyrir fólkið,“ sagði
Helle Thorning–Schmidt, forsætis ráðherra
Danmerkur.
Uppgangur þjóðernishyggju, sem
kristallaðist víða í kosningunum, hefur
einnig valdið mörgum áhyggjum en hann
þykir gefa vísbendingu um eldfimt pólitískt
ástand. Margar skýringar hafa verið nefndar
fyrir þessu en ekki síst þær að samblanda af
miklu atvinnuleysi hjá ungu fólki og félagslegum erfiðleikum
geti orðið að frjóum jarðvegi fyrir hugmyndafræði sem þessa.
mh
Djúpstæðar breytingar
Hægriöfgar og efasemdir í eSB
Hægriöfgamenn og efasemdamenn
fengu góða kosningu til Evrópuþingsins
Efasemdamenn á Evrópusamstarfið á Evrópu-
þinginu hafa aldrei verið fleiri en eftir
kosningarnar nú. Þeir koma flestir frá Ítalíu (25),
Bretlandi (23) og Póllandi (23). Hlutfallslega besta
kosningu fengu efasemdamenn í Póllandi, þaðan
sem 51 þingmaður kemur.
Hægriöfgamenn fengu einnig góða kosningu,
sérstaklega í Frakklandi (24). Frá Norðurlöndunum
koma fáeinir öfgamenn. Fjórir frá Danmörku, þrír
frá Finnlandi og tveir fulltrúar Svía teljast til þessa
hóps. Einn fulltrúi Þjóðverja er úr röðum nýnasista,
eins og þrír grísku fulltrúanna. bþh
751
80
48623
Q Efasemdamenn
Q Hægriöfgamenn og
nýnasistar
Heimild: AFP