Kjarninn - 29.05.2014, Blaðsíða 89

Kjarninn - 29.05.2014, Blaðsíða 89
04/10 Kína stúdenta keppa um að komast í góð störf hjá ríki og Flokki. Menntamenn túlka sjónarmið stjórnvalda í háskóla- umhverfinu, í fjölmiðlum og innan stjórnsýslunnar. Milli- stéttin er í óða önn að kaupa eigið húsnæði, innrétta og skreyta, kaupa bíl og ferðast til útlanda. Svo framarlega sem Flokknum tekst að tryggja að lág- marki um 7% hagvöxt (sem er það sem þarf til að halda áfram að bæta lífskjör og koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi) tel ég að lítill þrýstingur muni myndast á breytingar sem gætu hróflað við því valdajafnvægi sem nú ríkir í samfélaginu. Það er reyndar rétt að hafa í huga að mótmælum af ýmsum stærðum og gerðum hefur fjölgað gríðarlega í Kína á síðustu árum. Í dag er svo komið að um 500 „mótmæli“ eiga sér stað í landinu á hverjum degi (tölur frá 2010). Flest þeirra eru samt ekki mjög umfangsmikil og beinast ekki gegn kerfinu eða landsstjórninni. Bændur rísa upp gegn þvingaðri upptöku á landi eða óréttlátum sköttum. Verkafólk fer í „ólögleg“ verkföll vegna vangoldinna launa. Borgarbúar æsa sig vegna umferðaröngþveitis eða þrálátrar mengunar. Við munum sjá að stjórnvöld hafa þróað ýmsar aðferðir til að takast á við óánægju og ólgu af þessu tagi. Sumt af því sem óánægju veldur er líka bein eða óbein afleiðing af hagvextinum sjálfum (mengun, ójöfnuður). Fórnarkostnaðurinn sem fólk horfir í þegar það setur fram kröfur um úrlausn slíkra vandamála er mikill. Alvarlegasta ógnunin við ríkjandi valdhafa í Kína felst e.t.v. í sjálfstæðis- baráttu minnihlutaþjóðflokka í Xinjang og Tíbet … og jú auðvitað efnahagslegu bakslagi (þ.e. ef meðaltalshagvöxtur fellur undir 7%). lýðræði stjórnvalda Eftir „sigur“ Flokksins 1989 virtist sem hann ætlaði – þrátt fyrir allt – að taka upp lýðræðisleg vinnubrögð – ekki af því að ráðamenn hefðu skyndilega séð að sér, heldur vegna þess að þeir komust að þeirri niðurstöðu að það er stundum auðveldara að stjórna (tryggja stöðugleika) með aðferðum lýðræðis heldur en valdstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.