Innsýn - 01.04.1984, Page 6
6
verður gagnslaust. Foreldr-
ar þeirra eru farandsvinnu-
fólk. Þegar vinna býðst
annars staðar í dalnum
flytja þau þangað. Börnin
gleyma öllu sem þau læra um
Oesú.
í hverri viku þurfti ég
að stappa í mig stálinu
vegna hvíldardagsskóladeild-
arinnar. Ég var sífellt að
hugsa: Hvaða gagn er að
þessu? Ég áleit að börnin
hlustuðu ekki. Þau pískr-
uðu, gáfu olnbogaskot, létu
ískra í stólunum og slógu
hvert annáð. Sum þeirra
blótuðu.
Það urðu alltaf nemenda-
skipti í hverri viku, en
nokkur komu að staðaldri.
Bræðurnir sjö og indversku
systurnar komu alltaf.
Tvíburarnir skrópuðu oft, en
systir þeirra kom.
Mike var ekki sá yngsti
bræðranna sjö, heldur ekki
sá stærsti, en hann var
fyrirferðamestur, háværast-
ur, kjarkmestur, horaðastur
og freknóttastur. Tíu ára
gamall var hann uppnefndur
sjöbræðrakóngurinn.
Eitt kvöldið sá ég Mike
ýta og hrinda bræðrum sínum
í sætin. Hann slengdi þeim
yngsta niður á stól sinn
þegar hann var að hossa sér.
Hann hvessti augun á þann
elsta fyrir að vera með
hvíslingar.
Eftir bænina sagði Hr.
Brown: "Ef ykkur reynist
erfitt að líkjast 3esú eða
að reyna að segja öðrum frá
kærleik Oesú, ættuð þið að
lofa okkur að heyra um það."
Mike rétti upp hendina
eins og örskot. Hann stóð
upp og sagði: "Það er
afskaplega auðvelt að hrifsa
súkkulaðibita í búðinni hjá
Grady. Gamli maðurinn sér
það aldrei. Hann er alltaf
með nefið niður í blaðinu.
Eins og um daginn, ég náði í
brauð og fór framhjá
sælgætishillunni. Ég stans-
aði og stakk súkkulaðiplötu
undir skyrtuna. Grady leit
ekki upp. Ég fór hinu megin
við sælgætishilluna og
eitthvað segir: "Þjófur! Þú
ert þjófur og þú verður ekki
á glerhafinu, aldrei. Þú
verður bara maulandi á þessu
súkkulaði og vinkar til hr.
Brown og allra hinna þegar
þau svífa upp."
Ég brosti. Hvílíkur
prakkari þó lítill sé.
Hann hélt áfram: "Ég
laumaði súkkulaðinu aftur
upp á sinn stað og borgaði
fyrir brauðið. Skrýtið, ég
hafði aldrei séð Grady brosa
svona fallega fyrr."
Ég fylgdist með Mike það
sem eftir var kvöldsins. Það
var einhver lífsljómi bak
við þessar freknur sem ekki
var hægt annað en taka
eftir.
Ég hugsaði glöð um