Innsýn - 01.04.1984, Síða 12
U31SI93U
12
Benna upp á axlirnar. Og
þarna beint fyrir framan
Benna voru lítil svört augu,
sem störðu á hann.
"Farðu nær!" Benni
togaði í hár föður síns.
Hann lét andlitið fast upp
að vírnetinu. Lítill hvítur
hvolpur með svörtum blettum
í kringum bæði augun
virtist brosa til hans.
Benni stakk fingri inn á
milli vírgirðingarinnar, og
hvolpurinn sleikti hann með
mjúkri tungunni.
Benni var hræddur við að
tala. Ef ti'l vill segði
hann eitthvað rangt, en hann
varð að fá hvolpinn sinn.
"Sérðu þennan litla gamla
hvolp?" spurði hann.
Pab'bi hló. "Ég sé þennan
litla unga hvolp."
Mamma kom við búrið með
annarri hendinni, "hann er
svo sætur."
Benni reyndi að koma
hendinni í gegnum girðing-
una. Nú lét pabbi hann niður
og hann gat ekki séð litla
hvolpinn lengur. Hann leit
upp til pabba síns.
"Langar þig í þennan?"
spurði pabbi.
"Ó, já!" Benni var alveg
viss um það.
"Allt í lagi. Getum við
fengið þennan?" spurði pabbi
eftirlitsmanninn.
"Þennan litla með hvíta
feldinn og svörtu blettina í
kringum augun", bætti Benni
við.
Maðurinn brosti. Hann
teygði sig upp í búrið og
tók hvolpinn úr búrinu. Hann
lét hann í útrétta arma
Benna.
Æ, hve hann er mjúkur og
hlýr og loðinn. Benni gróf
andlitið í feld hvolpsins.
Hann kitlaði dálítið í hægra
eyrað.
Þegar þau voru komin í
bílinn aftur, þrýsti Benni
hvolpinum fast að sér. Hann
leit á pabba og mömmu þar
sem þau sátu í framsætinu.
Og þá datt honum nokkuð í
hug!
"Ég hef ættleitt hvolp-
inn, er það ekki?"
Mamma og pabbi brostu til
hans. "3ú", sagði mamma. "Og
ég er viss um að þú munt
elska hann mjög mikið."
Ekki bara að Benni
elskaði hvolpinn, heldur
elskaði hvolpurinn Benna
líka. Þau óku öll þangað sem
Benni átti heima, þar sem
hann átti mömmu og pabba og
stundum jafnvel afa líka. Og
nú átti hvolpurinn þau líka.
__________________________•
Ólrikka Sveinsdóttir þýddi.