Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 16

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 16
BLS. 3 HVAÐ GERI ÉG NÚ? Stúlka stendur andspænis tveim óþægilegum valkostum: fóstureyðingu, eða einstæð móðir. Hvorugt er áform Guðs. Nemendasjálfboðaliði fer til frumskóga Afríku til að vera þar í eitt ár en kemst að því að hann getur ekki þolað loftslagið/þjóðfélag- ið/vinnuna og vill komast heim eftir sex vikur. Nýútskrifaður háskólanemi fær sér vinnu, kaupir sér dýran bíl og kemst að því að hann ræður ekki við afborg- anirnar. Þegar þú hefur tekið ranga ákvörðun, hvað gerir *þú þá næst? ÞREP NÚLL: KÚVENDING Að sjálfsögðu er best að byrja áður en komið er að fyrsta þrepinu á leið upp bataveginn, með núllþrepi: Ef það er ekki þegar of seint skaltu kúvenda alveg ákvörðun þinni og gjörðum. Ekki bíða, ekki hika. Leiðréttu! Ef þú gerir þér grein fyrir því að samband ykkar gengur ekki eða er óviturlegt, hættu þá við. Ef þú keyptir eitthvað sem þú ræður ekki við, skilaðu því þá, seldu það eða losnaðu við það einhvern veginn -jafnvel þó þú tapir á því. Leiðréttu mistök þín, hvort sem þér líkar niður- læging vel eða illa. dátaðu að ákvörðun þín var vanhugs- uð eða að loforð var gefið í kæruleysi, og byrjaðu upp á nýtt. Það gerir hlutina erfiðari en þeir eru að draga það eða bæta öðrum mistökum við. Það er eitt stórt EN. Stundum er það of seint að snúa við eða að endurbæta. Vertu samt ábyrg(ur). Stattu við skuldbindingar þínar. Ekki skilja við maka þinn né taka fyrsta flug heim frá kristniboðslandinu. Ekki hlaupa burt, líttu heldur á jákvæðu hliðarnar og þraukaðu. FYRSTA ÞREP; SJÁLFSVIÐUR- KENNING Þegar þú hefur gert mistök, viðurkenndu það hljóðlega og rólega. Það er

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.