Innsýn - 01.04.1984, Page 18

Innsýn - 01.04.1984, Page 18
18 ÞRIÐ3A ÞREP: EKKI OFGERA Eftir að þú hefur viðurkennt mistök þín og tekið afleiðingunum skalt þú reyna að bregðast við á rökréttan hátt. Ekki vera eins og fótboltakappinn sem brenndi af víti og sagði svo: "Ég get ekkert; ég fæ aldrei að leika með liðinu aftur." Eða gáfnaljósið sem fær eitt "B" í eðlisfræði og hugsar "Ég er algjör tossi. Búin að eyðileggja einkunn- arspjaldið." Fyrir utanaðkomandi er auðvelt að sjá hversu óskynsamleg viðbrögð þetta eru, ekki satt? En við hugsum oft svona - og orð okkar ýkja vandamálið. Dauði, slys og veikindi, geta verið hræðileg eða jafnvel hörmuleg, en fátt annað er svo í rauninni. í stað þess að fórna höndum væri betra að líta á málið raunsæjum augum og búa til mynd í huganum eins og ef um myndavél væri að ræða. Hér er lítið dæmi um hvernig hægt er að ýkja vandamál: Það er föstudags- síðdegi og þú þarft að ganga frá einhverju máli fyrir hvíldardaginn. Þú rýkur niður í bæ og vonar heitt að þú fáir bílastæði alveg við innganginn. Rétt þegar þú ert að ná í hið fullkomna bílastæði grípur einhver annar það. "Þessi hallæris ..." segir þú við sjálfan þig "tók bílastæðið mitt." En myndi myndavél líta á þetta eins? Nei, myndband myndi sýna tvo bíla á leið í stæði A (ekki "þitt stæði"), og annar komst þangað á undan hinum. Kringumstæður koma okkur ekki í uppnám; við komum okkur sjálf í uppnám vegna þess hvernig við hugsum um kringumstæðurnar . Þess vegna er nauðsynlegt að "sigta" hugsanir okkar og útiloka setningar eins og "það eru allir að tala um mig", "ég næ mér aldrei aftur" , "nú er allt ónýtt". í staðinn skallt þú hugsa skynsamlega: "Ég er ekki fullkominn, aðeins mann- legur", "ég er nú ekki algjör tossi, mér mistekst sumt en annað gengur vel", "sumir eru e.t.v. að tala um mig, en ekki allir, og þeir sem tala um mig munu sjálfsagt hafa eitthvað annað að tala um á morgun" , "ég þarf ekki að vera svona, með Guðs hjálp get ég breyst." Ef þú (a) skoðar stað- reyndir og atburði í rökréttu ljósi og (b) hugsar betur og skýrar, mun árangurinn verða (c) breyttar tilfinningar. Mistök þín verða ekki eins yfirþyrmandi, og þú munt

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.