Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Síða 7

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Síða 7
5 1. Inngangur. f skýrslu þessari er að finna ýmsar upplýsingar um búskap hins opinbera, en með því er átt við búskap ríkisins, sveitarfélaganna og almannatryggingakerfisins. Reikningar eru settir fram fyrir hvern þessara þriggja aðila fyrir sig og jafnframt fyrir þá alla sameiginlega. Starfsemi opinberra fyrirtækja er ekki tekin með í skýrslu þessari enda er starfsemi þeirra gerð upp með hverri atvinnugrein fyrir sig í framleiðsluuppgjöri Pjóðhagsstofnunar. Hreinar tekjur eða tap nokkurra ríkisfyrirtækja fram til ársins 1968 og helstu bæjarfyrirtækja til ársins 1975 hefur þó verið tekið inn í þessa reikninga. Eftir það eru aðeins tilfærðar greiðslur, sem fyrirtækin inna af hendi til hins opinbera eða fá frá því. Reikningarnir eru fyrir árin 1945—1980. Áður hefur verið birt í ritinu „Úr þjóðarbúskapnum“ útgefnu af Framkvæmdabanka íslands, í desember 1960, búskapur ríkisins og sveitarfélaganna fyrir árin 1945—1954, búskapur ríkisins fyrir árin 1955—1960, útgefið í júní 1962, og almannatryggingakerfið fyrir árin 1945—1959, útgefið í febrúar 1964. Reikningar fyrir allt tímabilið eru settir fram hér þannig að upplýsingar um opinbera búskapinn sé að finna á einum stað og janframt hefur framsetning á reikningunum verið samræmd. Reikningarnir eru tvískiptir. Annars vegar er tekju- og útgjaldareikningur sem sýnir tekjur og gjöld á hverju ári og hins vegar eignabreytingareikningur eða fjármagnsstreymi eins og það heitir í nýja forminu en á eignabreytinga- reikning færist m.a. fjármunamyndun og fjármagnstilfærslur ársins. Efnahags- reikningur er ekki færður fyrir opinbera búskapinn. Gerð er nánari grein fyrir reikningagerð þessari í köflum 3—5 varðandi eldra formið en í kafla 6 varðandi það nýja. Framsetningu samkvæmt nýja forminu er að finna í töflum 26 til 32. Allar fjárhæðir í skýrslunni eru í gömlum krónum og á verðlagi hvers árs, að því undanskildu að í kaflanum um þróun útgjalda eru fjárhæðir fyrri ára jafnframt settar fram á verðlagi ársins 1980. Þetta á jafnframt við um töflu 25, „Opinber útgjöld og verg þjóðarframleiðsla" 1945—1980. 2. Búskapur hins opinbera og tengsl hans við almenna þjóðhagsreikningagerð. Reikningakerfi opinbera búskaparins, eins og það birtist í þessari skýrslu, er hluti af stærra reikningakerfi fyrir þjóðarbúskapinn í heild sem unnið er samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (1). Því kerfi verður ekki Iýst hér, heldur látið nægja að vísa í skýrslu þjóðhagsstofnunar, Fram- leiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978, sem nýlega er komin út. Hér verður hins vegar fjallað um tengsl þeirrar skýrslugerðar, sem hér birtist, við þj óðhagsreikningagerðina. (1) United Nations: A System of National Accounts, Studies in Methods; Series F no. 2 Rev. 3; New York 1968.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.