Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Qupperneq 9

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Qupperneq 9
7 í þeim yfirlitstöflum um þjóðhagsreikninga og samsetningu þeirra, sem Þjóðhagsstofnun birtir reglulega, er farið með hugtökin óbeinir skattar, styrkir og samneysla með nokkrum öðrum hætti en gert er í þessari skýrslu. Hugtakanotkunin í yfirlitsskýrslum þjóðhagsreikninga er einkum frábrugðin því, sem hér kemur fram, hvað varðar eftirtalin atriði og er þá átt við eldra formið. 1. Við samneyslu er bætt afskrift af opinberum byggingum auk hluta af afskrift samgöngumannvirkja. 2. Við styrki er bætt hluta af afskrift samgöngumannvirkja. Á árunum 1951 til 1960 er einnig misræmi í meðferð útflutningsbóta, en þar er um að ræða tilfærslur milli ára sem eiga rót sína að rekja til ósamræmis í meðferð greiddra og tilfallinna útflutningsbóta. 3. Meðferð á Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins er önnur í þessari skýrslu en í yfirlitum þjóðhagsreikninga. f yfirlitstöflum Þjóðhagsstofnunar hafa verð- jöfnunarsjóðsgreiðslur til þessa verið teknar þannig að innborganir umfram útborganir í sjóðinn hafa verið teknar með óbeinum sköttum en útborganir umfram innborganir teknar með styrkjum. í þessari skýrslu er aðeins sá hluti sem ríkissjóður greiðir færður sem styrkur. 4. Óbeinir skattar. Á árunum 1951 til 1960 eru tekjur bátagjaldeyriskerfis, Framleiðslusjóðs og Útflutningssjóðs taldar með óbeinum sköttum í þjóð- hagsreikningayfirlitum en ekki með í þeim reikningum sem hér eru settir fram. Einnig myndast misræmi vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins eins og áður er getið varðandi styrki. Áformað er að samræmi verði milli uppgjörs á opinbera búskapnum og þjóðhagsreikningagerðar varðandi þessa liði þegar ísland hefur tekið upp þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá 1968. Að síðustu skal tekið fram að fjármunamyndun hins opinbera í þjóð- hagsreikningagerð er ekki unnin upp eftir þessari úrvinnslu. 3. Búskapur ríkisins. Búskapur ríkisins árin 1945-1959, eins og hann birtist í töflum 9 og 10, hefur verið unninn upp úr 9. og 12. hefti ritsins „Úr þjóðarbúskapnum" útgefnu af Framkvæmdabanka íslands á árunum 1960 og 1962. Önnur ár eru nær eingöngu unnin upp úr ríkisreikningi. Frá árinu 1963 er ríkisreikningi skipt í A og B-hluta. í A-hluta eru færðar skatttekjur og ráðstafanir á þeim, en í B-hluta fyrirtæki ríkisins og ýmsar stofnanir o.fl. Sú úrvinnsla sem hér er gerð nær fyrst og fremst yfir A-hluta þ.e.a.s. skatttekjur og ráðstöfun á þeim. Þótt leitast hafi verið við að samræma framsetningu reikninganna allt það tímabil sem skýrslan nær yfir þá hafa átt sér stað breytingar á meðferð ýmissa þátta. Skal nú getið þeirra helstu, ásamt frekari skýringum þó að þær geti aldrei orðið tæmandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.