Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Síða 20

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Síða 20
18 Réttargœsla og öryggismál. Hér færast útgjöld vegna dómsmála, réttargæslu, tollgæslu, brunamála og almannavarna. Útgjöld sýslumanna og bæjarfógeta eru færð hér, en hluti af þeirra útgjöldum er vegna innheimtu opinberra gjalda sem ættu að tilheyra opinberri stjórnsýslu. Menntamál. Auk almennra fræðslumála hafa verið færð hér útgjöld vegna stofnana eins og Raunvísindastofnunar Háskólans, Stofnunar Árna Magnússonar, Orðabókar Háskólans og Tilraunastöðvar Háskólans á Keldum. íþróttahús sem byggð eru sem hluti af skóla, geta verið færð sérstaklega sem íþróttahús hjá sveitarfélögum og því færst undir fjármunamyndun í menningarmálum en útgjöld til íþróttamála færast undir menningarmál. Heilbrigðismál. Stærsti hluti heilbrigðisútgjalda eða 55.766 m.gkr. eru endanlega greiddar út úr almannatryggingakerfinu. Sérstök tegunda- og viðfangsefnasundurliðun er ekki sett fram fyrir almannatryggingakerfið heldur koma útgjöld þess eingöngu fram í heildinni yfir opinbera búskapinn, en þar falla allar tilfærslur milli ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfisins niður. Tekjutilfærslur hjá ríki og sveitarfélögum eru fyrst og fremst tilfærslur til almannatryggingakerfisins. Fjármagnstilfærslur vegna bygginga sjúkrahúsa o.fl. frá ríkissjóði til sveitar- félaga eru færðar undir verga fjármunamyndun hjá sveitarfélögum, að því leyti sem tilfærsla frá ríkissjóði hefur ekki þegar verið færð hjá sveitarfélögunum í reikningum þeirra. Daggjöld sem greidd eru úr almannatryggingakerfinu, eru færð sem heilbrigðismálaútgjöld. Þar af leiðandi kemur rekstrarafgangur eða halli sjúkra- húsa, sem fjármagnaður er með daggjöldum, ekki fram í útgjöldunum fyrr en daggjöld hafa verið leiðrétt til samræmis og getur þetta leitt til tilfærslu milli ára. Fó eru til á þessu undantekningar.Má þar nefna Borgarspítalann í Reykjavík en þar hefur verið tekið tillit til rekstrarafgangs eða rekstrarhalla. Almannatryggingar og velferðarmál. Undir samneyslu í þessum lið er m. a. færður rekstur barnaheimila. Þó ekki rekstur leikvalla sem færður er undir menningarmál ásamt útgjöldum vegna annarra útivistarsvæða. Tekjutilfærslur eru fyrst og fremst frá almannatryggingakerfinu eða 51.998 m.gkr. en hjá ríkissjóði eru færðar tilfærslur vegna eftirlauna 7.169 m.gkr. og 2.848 m.gkr. vegna olíustyrkja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.