Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 5

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 5
Formáli Skýrsla þessi er hin fjórða i' ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga. r henni eru birtar niðurstöður endur- skoðunar þjóðhagsreikninga frá ráðstöfunarhlið fyrir ti'ma- bilið 1973-1980. Einnig hafa þjóðhagsreikningatölur fyrir sraasta árið, sem skýrslan nær til, þ.e. 1980 verið unnar samkvæmt nýju þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna. Þetta nýja kerfi verður framvegs notað við allar spár og áætlanir Þjóðhagsstofnunar. F skýrslunni eru ennfremur birtar áætlanir um helstu þjóðhagsstærðir fyrir timabilið 1981-1984. Þær eru reistar á niðurstöðum endurskoðunarinnar fyrir árin 1973-1980 og nýja þjóðhagsreikningakerfinu. Þeir endurskoðuðu þjóðhagsreikningar, sem hér birtast, byggja á nýjum rannsóknum á þjóðarútgjöldum, sérstaklega einkaneyslu árin 1973-1980. Þessi endurskoðun, ásamt tilkomu hins nýja þjóðhagsreikningakerfis, veldur þvi', að fjárhæðir þjóðarútgjaldanna eru nú yfirleitt hærri en fyrr var talið. Hversu miklu munar er nokkuð breytilegt frá ári til árs, eins og nánar er lýst hér á eftir. Segja má, að munurinn sé mestur sfðasta árið sem endurskoðunin nær til, þ.e. 1980. Það ár verður verg landsframleiðsla á verðlagi hvers árs um 12% hærri en fyrri áætlanir, og hefur þá bæði kerfisbreytingin og endurskoðun útgjalda verið tekin með i' reikninginn. Vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verði, þ.e. hag- vöxturinn hefur einnig orðið talsvert meiri á árunum 1973-1980 en fyrri áætlanir bentu til, og er nánar um það fjallað i' skýrslunni. ~ A vegum Þjóðhagsstofnunar hafa Eyjólfur Björgvinsson og Tryggvi Eiri1<sson einkum unnið að, þessari skýrslugerð, auk Gamali'els Sveinssonar. ÞJ ÖÐHAGSSTQENUN i' júli' 1985 Jón Sigurðsson

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.