Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 16

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 16
-14- Paris, OECD, eru aðeins 3 riki auk Tslands, sem enn hafa ekki aðlagað þjóðhagsreikninga si'na að hinu nýja SNA. Þessi riki eru Sviss, Júgóslavi'a og Grikkland. Með uppgjöri þjóðhagsreikninganna samkvæmt hinu nýja SNA fyrir árið 1980 má segja, að búið sé að laga i'slensku þjóðhagsreikningana að hinu nýja kerfi. Enn sem komið er hefur þó aðeins þetta eina ár verið gert upp á þennan hátt, en framreikningur til áranna 1981-1984 er gerður á grund- velli hins nýja uppgjörs, og verður svo framvegis i' þjóðhagsreikningum, sem Þjóðhagsstofnun mun birta. Önnur mikilvæg ástæða fyrir endurskoðun þjóðhags- reikninganna er sú, að nú er lokið nýju uppgjöri einka- neyslunnar fyrir ti'mabilið 1973-1980. Þetta nýja uppgjör leiðir til nokkru hærri niðurstöðu um heildarútgjöld til einkaneyslu en fyrri áætlanir gáfu til kynna. Þetta á jafnt við um tölur á verðlagi hvers árs og tölur á föstu verði. Þá hafa tölur um samneyslu og fjármunamyndun einnig breyst dáli'tið, en mun minna en tölur um einkaneysluna. Þá endurskoðun, sem hér hefur verið nefnd, má fyrst og fremst rekja til þess, að ýmsar frumheimildir hafa verið nýttar nú en ekki áður. Þessar heimildir lágu ýmist ekki fyrir eða úrvinnslu úr þeim var ekki lokið, þegar fyrri áætlanir um þjóðhagsreikninga þessara ára voru birtar. Eitt dæmi um þessar nýju heimildir er tölvuunninn útreikningur á smásöluverði innfluttrar neysluvöru. Það kann að orka tvi'mælis, hvenær og þá jafnframt hve oft endurskoða eigi þjóðhagsreikningatölur með li1<um hætti og hér er gert. Tvö megin sjónarmið stangast hér á. Annars vegar er það sjónarmið að reyna hverju sinni að hafa "réttustu" og bestu tölur. Samkvæmt þvi' yrði að breyta áður birtum tölum jafnharðan og betri eða skárri vitneskja fengist. Þetta gæti bæði átt við um eitt eða fleiri ár og jafnvel árabil, ef breytingin á rót si'na að rekja til breyttra skilgreininga á hugtökum. Slíkt hefði i' för með sér, þá hættu að samræmi i' ti'maröðum raskaðist, og notkun þjóðhagsreikningatalnanna yrði afar varasöm. Endur- skoðun með þessum hætti yrði einnig ákaflega ti'mafrek og kostnaðarsöm. Hitt sjónarmiðið við endurskoðun þjóðhagsreikninga er að breyta þeim tölum, sem kallaðar hafa verið "endanlegar",

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.