Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 22

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 22
-20- það talið summa þeirra aðfanga og vinnsluvirðisþátta, sem notaðir eru við framleiðsluna. Vinnsluvirðisþættirnir eru laun og tengd gjöld, slit og úrelding fjármuna og beinar greiðslur óbeinna skatta, en rekstrarafgangur er ekki reikn- aður. Slit og úrelding fjármuna er ekki reiknuð af samgöngumannvirkjum. f töflum 3.1-3.2 er birt sú tegundaflokkun samneysl- unnar, sem unnin hefur verið i' Þjóðhagsstofnun frá árinu 1980. Þar er samneyslunni skipt i' opinbera stjórnsýslu, réttargæslu, menntamál o.s.frv. Sambærileg skipting samneyslunnar fyrir fyrri ár er ekki tiltæk, þvi' það var ekki fyrr en með hinu nýja reikningakerfi að samneyslan var gerð upp með þessum hætti. Ur ri1<isreikningi fyrri ára má þó fá vissar vi'sbendingar um tegundaskiptingu samneyslunnar hjá ríkinu, þótt notkun hugtaka sé ekki að fullu sambærileg. Tegundaskipting samneyslunnar hjá sveitarfélögunum hefur hins vegar ekki verið unnin nema frá og með árinu 1980. Auk þess að tegundaskipting samneyslunnar var tekin upp samhliða nýja þjóðhagsreikningakerfinu, urðu jafnframt ýmsar breytingar á skilgreiningu hugtaksins samneysla i' samræmi við það. Eins og þegar hefur komið fram, voru útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála áður að stærstum hluta færð sem tilfærslur til heimilanna, en nú aftur á móti sem viðeigandi undirliður i' samneyslunni. Þá má nefna ýmis útgjöld hins opinbera vegna rannsóknastofnana, sem áður voru talin til framleiðslustyrkja en nú til samneyslu. Báðar þessar breytingar leiða til hækkunar á samneyslunni i' nýja kerfinu. T fjárhæðum li'tur þessi samanburður þannig út fyrir árið 1980.

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.