Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Síða 29

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Síða 29
-27- er sleppt úr tölum um þjónustuviðskipti við útlönd, en koma þess i' stað sem sérstakur leiðréttingaliður milli lands- framleiðslu og þjóðarframleiðslu. Af þessu leiðir, að viðskiptajöfnuður við útlönd, sem var áður mismunur á útflutningi og innflutningi vöru og þjónustu, verður nú mismunur sömu hugtaka, en jafnframt verður að bæta við þann mismun þáttatekjum frá útlöndum til þess að fá viðskipta- jöfnuð. Raunar hafa þáttatekjurnar verið afar neikvæðar hin si"ðari ár i' islenskum þjóðhagsreikningum vegna mikilla vaxtagreiðslna til útlanda. Skilgreining hugtaksins viðskiptajöfnuður breytist þvi' ekki. Þáð eina sem breytist er að þáttatekjur frá útlöndum, nettó, eru nú sýndar sérstaklega, en voru áður taldar sem hluti af vöru og þjónustu. r töflu 1.4 i' töfluhluta skýrslunnar er útflutningur og innflutningur vöru og þjónustu samkvæmt hinni nýju skilgreiningu sýndur sérstaklega fyrir árabilið 1973-1984. Auk þess koma þar fram sundurliðaðar þáttatekjur frá útlöndum fyrir sama ti'mabil. f þjóðhagsreikningum er til þess ætlast, að vöru- útflutningur sé skráður á fob-verði en vöruinnflutningur á cif-verði. Hér ræður verð vörunnar, þegar hún fer yfir landamærin. Farmgjaldatekjur innlendra skipafélaga af vöruflutningum að og frá landinu ætti þvi' að færa sem þjónustutekjur. Þetta hefur hins vegar ekki verið gert enn sem komið er i' i'slenskum þjóðhagsreikningum, þannig að vöruinnflutningurinn er færður á fob-verði, og tekjur innlendra skipafélaga af innflutningi koma þvi' ekki inn i' þjónustutekjur, þar sem um er að ræða viðskipti milli innlendra aðila. Hér er fylgt alþjóðlegum reglum um gerð skýrslna um greiðslujöfnuð, en þær eru ekki i' samræmi við þjóðhagsreikningakerfið. Þetta breytir hins vegar engu um nettóstærðina, þ.e. viðskiptajöfnuðinn, en brúttó- stærðirnar, þ.e. útflutningur og innflutningur, verða minni en ella. 3.7 Obeinir skattar og framleiðslustyrkír. Skilgreining óbeinna skatta breytist ekki svo teljandi sé við upptöku hins nýja þjóðhagsreikningakerfis. Hins

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.