Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 30

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 30
-28- vegar voru innborganir fiskvinnslunnar i' Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, umfram útborganir, til skamms ti'ma taldar til óbeinna skatta. Þvi' hefur nú verið breytt, þannig að greiðslur i' Verðjöfnunarsjóð eru taldar með tekjum i' sjávarútvegi, en greiðslur úr sjóðnum er litið á sem ráðstöfun á eins konar kyrrsettum hagnaði. Þessi breyting tengist ekki hinu nýja SNA-kerfi. Öðru máli gegnir um framleiðslustyrki. Skilgreiningu þeirra i' ráðstöfunaruppgjöri hefur verið breytt nokkuð frá og með árinu 1980. Fyrst má þar nefna að til styrkja var talin sérstök reiknuð afskrift af samgöngumannvirkjum, en hún er nú felld niður. Þá voru ýmis útgjöld hins opinbera vegna rannsóknastofnana talin til styrkja, en þau eru nú flokkuð sem samneysla, eins og áður er getið. Einnig voru gerðar nokkar aðrar minniháttar breytingar, sem ekki verða raktar hér. 3.8 Samandregnar niðurstöður endurskoðunarinnar 1973-1980. Hér að framan hefur nú verið fjallað um einstaka þætti ráðstöfunaruppgjörsins, en þeir verða nú dregnir saman i' heild, og verður leitast við að bera saman niður- stöður um landsframleiðslu, eins og þær hafa áður birst, við þær niðurstöður, sem endurskoðunin nú leiðir til. Annars vegar er borið saman við ti'mabilið 1973-1980 samkvæmt eldra þjóðhagsreikningakerfinu, og hins vegar er gerður samanburður á niðurstöðum ársins 1980 samkvæmt eldra og yngra þjóðhagsreikningakerfinu. Eins og ráða má af töflu 1.2 og samanburði við áður birtar þjóðhagsreikningatölur, leiðir endurskoðun uppgjörs- ins 1973-1980 til hærri niðurstöðu um verga lands- framleiðslu en áður. A verðlagi hvers árs er munurinn mestur si'ðasta árið, þ.e. 1980, og er þá orðinn tæp 10%. Meginhluta þessarar hækkunar má rekja til einkaneyslunnar, eins og áður greinir. Eftirfarandi yfirlit sýnir niðurstöður endurskoðunar- innar fyrir hvert ár 1973-1980 og samanburð við fyrri áætlanir:

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.