Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 59

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 59
57 er eða seld, en skattarnir séu ekki greiddir af þeim tekjum sem myndast i' viðkomandi starfsemi. Dæmi um óbeina skatta eru tollar, söluskattur, fasteignaskattar, launaskattur o.fl. 12) Ráðstöfunartekjur þjóðarinnar (Total national disposable income) eru þjóðartekjur á markaðsvirði að viðbættum tilfærsium nettó frá útlöndum, öðrum en launa-, eigna- og atvinnurekstrartekjum og fjármagnstilfærslum. Dæmi um slfkar tilfærslur eru tjónabætur frá útlöndum. 13) Rekstrarafgangur (Operating surplus). Nákvæm skilgreining á þessu hugtaki er: "hrein hlutdeiid fjármagns að viðbættum eigendalaunum i' einstaklingsfyrirtækjum". Hér er nánast átt við það sem reksturinn skilar, fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta en eftir frádrátt afskrifta, til ávöxtunar þess fjármagns, sem bundið er i' starfseminni, hvort heldur það er eigið fé eða lánsfé. Ennfremur teljast til rekstrarafgangs laun eða eigin úttekt eiganda i' einstaklingsfyritæki. Dæmi um slíkt eru t.d. laun bænda og fjölskyldna þeirra við eigin búrekstur. 14) Samneysla (Government final consumption expenditure) er útgjöld opinberra aðila til kaupa á vöru og þjónustu til eigin nota. Hér er meðal annars um að ræða opinbera stjórnsýslu, löggæslu, menntamál og fleira. 15) Utflutningur vöru og þjónustu (Exports of goods and services) og innflutningur vöru og þjónustu (Imports of goods and services). f þjóðhagsreikningum er til þess ætlast, að vöruútflutningur sé hér verðlagður á fob-verði og innflutningur á cif-verði, eins og gert er i' verslunarskýrslum. H er ræður verð vörunnar, þegar hún fer yfir landamærin. Tekjur innlendra skipafélaga af vöruflutningum að og frá landinu teljast útflutningur á þjónustu. Vaxtagreiðslur til eða frá útlöndum eru ekki með i' tölum um þjónustuinnflutning eða útflutning. Þess i' stað er farið með slíkar vaxtagreiðslur sem eignatekjur, og þær, ásamt launagreiðslum til eða frá útlöndum, ráða muninum á landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu. T ráðstöfunaruppgjöri i'slenskra þjóðhagsreikninga hefur til þessa jafnan verið miðað við þjóðarframleiðslu og vaxtagreiðslur þvi' teknar með i' tölur um þjónustuviðskipti. A þessu hefur nú verið gerð breyting, eins og fram kemur i' fyrsta hluta töflusafnsins. Nú eru vöru- og þjónustuviðskiptin við

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.