Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 62

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 62
60 vegar verið talað um "hreinar þjóðartekjur" á verðlagi hvers árs og hins vegar "vergar þjóðartekjur" á föstu verði. "Hreinar þjóðartekjur" hafa þá verið notaðar i' merkingunni verg þjóðarframleiðsla að frádregnum afskriftum og óbeinum sköttum en að viðbættum framleiðslustyrkjum. Hins vegar hafa "vergar þjóðartekjur" á föstu verði verið notaðar i' merkingunni verg þjóðarframleiðsla að viðbættum viðskiptakjaraáhrifum. 24) Þjóðarútgjöld (National Expenditure), einnig nefnd verðmætaráðstöfun i' i'slenskum þjóðhagsreikningaskýrslum, er samtala einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga. 25) r sambandi við verðlagningu vöru og þjónustu þjóðhagsreikningakerfinu með tilliti til óbeinna skatta og framleiðslustyrkja skipta þrjú hugtök mestu máli i' þjóðhagsreikningakerf inu, en það eru verð frá framleiðanda (producers’ value), markaðsverð eða verð til kaupanda (purchasers1 value), og þáttaverð (factor value). Með verði frá framleiðanda er átt við verðmæti vöru og þjónustu eins og það er verðlagt af framleiðanda, og eru þá meðtaldir þeir óbeinu skattar sem þá leggjast á vöruna. Athygli skal vakin á þvi', að þetta hugtak var til skamms ti'ma kallað markaðsvirði i' atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Með markaðsverði eða verði til kaupanda er hér aftur á móti átt við það verð, sem kaupandi borgar fyrir vöruna. Mismunur þess verðs og verðsins, sem framleiðandi fær fyrir vöruna, er sú verðmætisaukning sem á sér stað frá þvi' varan fer frá framieiðanda og þar tii hún kemur til kaupanda. Þessi munur er flutningskostnaður og verslunarálagning auk þeirra óbeinu skatta, sem leggjast á vöruna á þvi' stigi. Með þáttaverði er aftur á móti átt við verð frá framleiðanda að frádregnum þeim óbeinu sköttum en viðbættum framleiðsiustyrkjum sem koma á vöruna, áður en hún fer frá framleiðanda. Framangreind skilgreining hugtaka varðandi verðlagningu vöru og þjónustu nær einnig til vinnsluvirðis og þáttatekna. Þannig má segja, að vinnsluvirði sé ávallt á verði frá framleiðanda, en vergar þáttatekjur á þáttaverði, og er það raunar eini munur þessara hugtaka.

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.