Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 13

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 13
11 Þess er fyrst að geta að húsnæðisskýrslurnar sýna stöðutölur, það er húsakostinn á ákveðnum tímapunkti þegar manntal var tekið, en skýrslur Þjóðhagsstofnunar sýna aftur á móti árlega nýsmíði eða viðbót. Manntal var auk þess aðeins tekið tíunda hvert ár, en skýrslur Þjóðhagsstofnunar sýna viðbótina á hverju ári. Þá er skýrslum Þjóðhagsstofnunar ætlað að ná til allra húsbygginga, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, en húsnæðiskýrslur Hagstofunnar náðu einungis til íbúðarhúsnæðis, enda voru þær unnar í tengslum við manntal eins og áður segir. 2.1.2 Skýrslugerð Þjóðhagsstofnunar og fyrirrennara hennar. í núgildandi lögum um Þjóðhagsstofnun frá 1974 segir svo í 3. gr.: " Byggingarnefndir og oddvitar senda Þjóðhagsstofnun skýrslur um byggingarframkvæmdir í umdæmum sínum. Heimilt er að ákveða, að þessar skýrslur nái einnig til umsókna um byggingarleyfi og veittra byggingarleyfa." Skýrsluhald Þjóðhagsstofnunar um húsbyggingar hefur byggst á þessu lagaákvæði. Það felst meðal annars í söfnun og úrvinnslu skýrslna frá byggingarnefndum og byggingarfulltrúum um byggingarframkvæmdir í hverju sveitarfélagi. Samfelld skýrslugerð um þetta efni nær þó mun lengra aftur eða til ársins 1954, en þá hóf Innflutningsskrifstofan að gera skýrslur um alla byggingarstarfsemi í landinu. Skýrslugerðin var síðan flutt yfir í hagdeild Framkvæmdabanka íslands árið 1960, þegar Innflutningsskrifstofan var lögð niður. Framkvæmdabankinn hafði nokkuð fengist við þetta efni áður. Árið 1957 birti bankinn í fjórða hefti rits síns " Úr þjóðarbúskapnum" yfirlit um byggingarframkvæmdir árin 1945-1955. í inngangi að því yfirliti er lýst annmörkum þeirra sundurleitu heimilda, sem tiltækar voru áður en skýrslur Innflutningsskrifstofunnar komu til, og hefst inngangurinn til dæmis á þessum orðum: "Það er töluverðum erfiðleikum bundið að taka saman ýtarlegar töflur um byggingarframkvæmdir á íslandi fram að árinu 1953 vegna þess, hve upplýsingar eru af skornum skammti. Reykjavík er eini staðurinn, sem ýtarlegar upplýsingar liggja fyrir um. Hagfræðideild Landsbankans safnaði að vísu upplýsinum um byggingarframkvæmdir í kaupstöðum um nokkurra ára skeið og einnig töluverðum fjölda kauptúna, aðallega síðan 1947. Þær upplýsingar , sem bárust frá kaupstöðum, voru yfirleitt tæmandi, en mikið vantaði á að upplýsingar frá kauptúnum gætu gefið skýra mynd af byggingarframkvæmdum þar vegna þess, hve margir skiluðu eigi skýrslum. Skýrslur Landsbankans eru nýttar eftir föngum í þessum töflum, en til viðbótar var leitað eftir upplýsingum um byggingar í þágu sjávarútvegsins í kauptúnum." í júní 1962 birti Framkvæmdabankinn öðru sinni skýrslur um byggingar á íslandi í 12. hefti rits síns "Úr þjóðarbúskapnum". Að þessu sinni fyrir árin 1954-1961. í inngangi að þeim skýrslum er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.