Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 13
11
Þess er fyrst að geta að húsnæðisskýrslurnar sýna stöðutölur, það er
húsakostinn á ákveðnum tímapunkti þegar manntal var tekið, en
skýrslur Þjóðhagsstofnunar sýna aftur á móti árlega nýsmíði eða
viðbót. Manntal var auk þess aðeins tekið tíunda hvert ár, en
skýrslur Þjóðhagsstofnunar sýna viðbótina á hverju ári. Þá er
skýrslum Þjóðhagsstofnunar ætlað að ná til allra húsbygginga, bæði
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, en húsnæðiskýrslur Hagstofunnar náðu
einungis til íbúðarhúsnæðis, enda voru þær unnar í tengslum við
manntal eins og áður segir.
2.1.2 Skýrslugerð Þjóðhagsstofnunar og fyrirrennara hennar.
í núgildandi lögum um Þjóðhagsstofnun frá 1974 segir svo í 3. gr.: "
Byggingarnefndir og oddvitar senda Þjóðhagsstofnun skýrslur um
byggingarframkvæmdir í umdæmum sínum. Heimilt er að ákveða, að
þessar skýrslur nái einnig til umsókna um byggingarleyfi og veittra
byggingarleyfa." Skýrsluhald Þjóðhagsstofnunar um húsbyggingar
hefur byggst á þessu lagaákvæði. Það felst meðal annars í söfnun og
úrvinnslu skýrslna frá byggingarnefndum og byggingarfulltrúum um
byggingarframkvæmdir í hverju sveitarfélagi.
Samfelld skýrslugerð um þetta efni nær þó mun lengra aftur eða
til ársins 1954, en þá hóf Innflutningsskrifstofan að gera skýrslur um
alla byggingarstarfsemi í landinu. Skýrslugerðin var síðan flutt yfir í
hagdeild Framkvæmdabanka íslands árið 1960, þegar
Innflutningsskrifstofan var lögð niður. Framkvæmdabankinn hafði
nokkuð fengist við þetta efni áður. Árið 1957 birti bankinn í fjórða
hefti rits síns " Úr þjóðarbúskapnum" yfirlit um
byggingarframkvæmdir árin 1945-1955.
í inngangi að því yfirliti er lýst annmörkum þeirra sundurleitu
heimilda, sem tiltækar voru áður en skýrslur
Innflutningsskrifstofunnar komu til, og hefst inngangurinn til dæmis
á þessum orðum:
"Það er töluverðum erfiðleikum bundið að taka saman ýtarlegar
töflur um byggingarframkvæmdir á íslandi fram að árinu 1953 vegna
þess, hve upplýsingar eru af skornum skammti. Reykjavík er eini
staðurinn, sem ýtarlegar upplýsingar liggja fyrir um. Hagfræðideild
Landsbankans safnaði að vísu upplýsinum um
byggingarframkvæmdir í kaupstöðum um nokkurra ára skeið og
einnig töluverðum fjölda kauptúna, aðallega síðan 1947. Þær
upplýsingar , sem bárust frá kaupstöðum, voru yfirleitt tæmandi, en
mikið vantaði á að upplýsingar frá kauptúnum gætu gefið skýra
mynd af byggingarframkvæmdum þar vegna þess, hve margir skiluðu
eigi skýrslum.
Skýrslur Landsbankans eru nýttar eftir föngum í þessum töflum,
en til viðbótar var leitað eftir upplýsingum um byggingar í þágu
sjávarútvegsins í kauptúnum."
í júní 1962 birti Framkvæmdabankinn öðru sinni skýrslur um
byggingar á íslandi í 12. hefti rits síns "Úr þjóðarbúskapnum". Að
þessu sinni fyrir árin 1954-1961. í inngangi að þeim skýrslum er