Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 26

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 26
24 Hlutfallsleg skipting íbúðarhúsa árin 1940, 1950 og 1960 eftir aldri Allt landið 1940 1950 1960 0-9 ára 26,0 31,1 31,0 10-19 ára 28,9 20,8 23,9 20-29 ára 14,7 20,3 13,7 30-39 ára 16,3 9,3 14,2 40-49 ára 7,7 10,1 6,0 50 ára eða meir 6,4 8,4 11,2 Yfirlitið sýnir að um helmingur húsanna er innan við 20 ára árið 1950 og þetta hlutfall hefur örlítið hækkað tíu árum síðar. Af aldri húsanna kemur fram að bygging íbúðarhúsa hefur verið verulega misjöfn frá einum áratug til annars. Sýnilega er byggt mun minna á kreppuárunum 1931-40 en árin 1921-30. Þjóðinni fjölgaði þó verulega og búferlaflutningar voru miklir. Eins virðist hafa dregið úr íbúðarhúsabyggingum áratuginn 1911-20 eða um fyrra stríð. Fljótt eftir komu hersins hingað til lands vorið 1940 hvarf atvinnuleysi kreppuáranna og fjárráð alls almennings jukust verulega. Af þessu leiddi m.a. aukinn áhugi á byggingu íbúðarhúsa og kom hann fljótt í ljós. Á stríðsárunum 1941-1945 voru byggð töluvert fleiri íbúðarhús en árin 1946-1950 samkvæmt húsnæðisskýrslum Hagstofunnar. í stríðslok áttu íslendingar drjúgan gjaldeyrisvarasjóð. En fleiri hugsuðu sér til hreyfings en íbúðabyggjendur, og eftir tvö ár var sjóðurinn uppurinn og óhjákvæmilegt að rifa seglin. Á miðju ári 1947 var Fjárhagsráð stofnað og m.a. tekin upp bein skömmtun á þilplötum, timbri, sementi og járni, og enga byggingu mátti hefja nema byggjandi fengi veitt fjárfestingarleyfi. Leyft var að halda áfram smíði þeirra húsa sem komin voru nokkuð á veg þegar Fjárhagsráð var stofnað. í skrá Framkvæmdabankans um fullgerðar íbúðir árin 1945-1953 (sjá töflu 7.2), kemur fram, að þær eru flestar árin 1947, eða 1120, en fer síðan fækkandi til ársins 1951, en þá eru þær ekki nema 661. Eftir það tekur fullgerðum íbúðum aftur að fjölga, en sú fjölgun átti aðallega rætur að rekja til breytinga, sem urðu á útgáfu fjárfestingarleyfa. Síðari hluta árs 1951 var heimiluð bygging svonefndra smáíbúðarhúsa, sem máttu stærst vera 80 fermetrar á einni hæð og með risi ekki yfir þrjá metra. Fjárfestingarleyfi var skilyrðislaust veitt til byggingar þessara húsa, þegar um var sótt og lögð fram viðurkennd teikning. Smáíbúðarhúsin urðu allmörg, einkum í Reykjavík. í árslok 1953 voru t.d. 569 íbúðir í smíðum í Reykjavík, 61 í fjölbýlishúsum, 266 i smáíbúðarhúsum og 242 í öðrum fábýlishúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.