Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 20
18
2.3 Skýrslugerðin á fyrri hluta tímabilsins.
2.3.1 Inngangur.
Meginhluti talnaefnis skýrslunnar nær aftur til ársins 1954 að því er
íbúðarhúsnæðið varðar en aftur til ársins 1960 varðandi
atvinnuhúsnæði. Skýrslusöfnunin um húsbyggingar og
mannvirkjagerð nær þó mun lengra aftur eins og fram kemur í 2.
hluta hér að framan, þar sem rakin var saga skýrslugerðarinnar. Þar
kom fram að skýrslugerð Framkvæmdabankans nær allt aftur til
ársins 1945. Flokkunin í yfirlitum Framkvæmdabankans er hins
vegar nokkuð önnur en í yfirlitum Þjóðhagsstofnunar, eins og þau
birtast í töfluhlutanum hér fyrir aftan. Sérstaklega á þetta við um
yfirlit bankans árin 1945-1953, en ekki nema að mjög litlu leyti
síðara tímabilið, þ.e. 1954-1961. í sjöunda hluta töfluefnisins (töflum
7.1-7.4) er leitast við að fella tölur fyrri ára að meginhluta
talnaefnisins, þannig að sem heillegust mynd fáist af byggingu
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis allt frá árinu 1945. Við þessa
samræmingu er þó margs að gæta eins og nánar verður fjallað um í
greinum 2.3.2-2.3.4 hér á eftir.
2.3.2 Atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar 1945-1960.
í eldra yfirlit Framkvæmdabankans, 1945-1953, vantar þrjá flokka,
sem fram koma í hinu yngra, 1954-1961, en það eru: "Ýmsar
opinberar byggingar", "Vörugeymslur og geymar" og "Vinnsla
búsafurða". Aftur á móti er þar að finna flokkinn "Önnur hús", sem
ekki er í yngra yfirlitinu. í inngangi að yfirliti Framkvæmdabankans
eru byggingar til vinnslu búsafurða sagðar innifaldar í flokknum
"Verksmiðju- og iðnaðarhús". Hús Pósts og síma og skrifstofuhús
opinberra aðila eru sögð talin til flokksins "Verslunar- og
skrifstofuhús". Ekki er tekið fram, hvar áhaldahús og aðrar slíkar
byggingar sé að finna, en ætla má að þau séu talin til flokksins
"Önnur hús". Sama er að segja um "Vörugeymslur og geyma".
í inngangi bankans er þess einnig getið, að "einstaka byggingar"
hafi "farið í flokkinn "Önnur hús" í staðinn fyrir "Verksmiðju- og
iðnaðarhús" vegna ófullnægjandi skilgreiningar á notkun bygginga í
sumum skýrslum."
í töflu 7.1 er þetta látið mæta byggingum til vinnslu búsafurða
og er flokkurinn "Iðnaður" því látinn vera óbreyttur að rúmmáli.
Flokkurinn "Verslunar- og skrifstofuhús" er lækkaður lítið eitt vegna
húsa Pósts og síma og einstakra skrifstofuhúsa opinberra aðila, sem
til hans eru talin í yfirliti Framkvæmdabankans. Flokkurinn "Önnur
hús" er leystur upp og rúmmálinu, sem til hans var talið skipt á
flokkana "Aðrar opinberar byggingar", "Vörugeymslur og geymar" og
"Vinnsla búsafurða". Þessi skipting má heita hrein ágiskun og verður
ekki rökstudd, en yfirlitið ætti þrátt fyrir það að vera betra en
ekkert sem inngangur að þeim yfirlitum Þjóðhagsstofnunar um
fullgerð hús eftir 1960, sem er meginefni þessa rits.