Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 35
33
(b) Aðdráttarafl annarra sparnaðarforma.
A sama hátt og færri og verri möguleikar á öðrum sparnaðarformum
geta aukið eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í sparnaðarskyni má búast
við að fleiri og betri möguleikar á öðrum sparnaðarformum auki
framboð íbúðarhúsnæðis, að gefnum vissum aðstæðum.
(c) Eftirspurnartengt framboð.
Sú staðreynd að íbúðarhúsnæði er mjög mismunandi að gerð, stærð,
aldri og staðsetningu veldur því að það fullnægir misvel neyslu- og
sparnaðarþörf einstaklinga. Af því leiðir að ekki er unnt að líta á
íbúðarhúsnæði sem sambyrja vöru. í rauninni getur verið heppilegt
að flokka íbúðarhúsnæði í nokkrar tegundir (vöruflokka).
Ætla má að þær hagstærðir sem hafa áhrif á eftirspurn
einstaklinga eftir íbúðarhúsnæði geti einnig haft áhrif á framboð
þess. Þetta er svo vegna þess að telja má að eftirspurn eftir
ákveðnum tegundum íbúðarhúsnæðis geti leitt til framboðs á annars
konar íbúðarhúsnæði, því hugsanlegt er að kaupandi eigi
íbúðarhúsnæði fyrir. Það má því ætla að t.d. auknar þjóðartekjur,
auknir lánamöguleikar og lægri raunvextir ýti undir eftirspurn
íbúðarhúsaeigenda eftir íbúðarhúsnæði ofar á óskalistanum, að sama
skapi og þær ýta undir framboð á íbúðarhúsnæði neðar á þeim lista.
Framboðið er því í vissum tilfellum tengt eftirspurn.
4.2.2 Nýbyggingar.
Hér á landi hafa byggingar íbúðarhúsnæðis bæði verið í höndum
sérstakra byggingarfyrirtæki og einstaklinga sjálfra. í þessum hluta
verður varpað ljósi á þá þætti sem skipta mestu máli fyrir framboð
nýbygginga.
(a) Mismunur markaðs- og kostnaðarverðs.
Mismunur á markaðsverði íbúðarhúsnæðis og kostnaðarverði þess er
að líkindum lykilhagstærð við mat á því hvort ráðast eigi í
framleiðslu á íbúðarhúsnæði. Því hærra sem markaðsverð er umfram
kostnaðarverð, því meiri er hagnaðarvonin og henni ætti að fylgja
meiri framleiðsla og framboð af nýbyggingum. Þá er líklegt, þar sem
framleiðslan tekur nokkurn tíma, að framleiðandinn hafi einnig
væntingar um hvernig markaðsverð muni þróast I náinni framtíð og
þessar væntingar ættu að hafa áhrif á ákvarðanir hans á svipaðan
hátt og lýst hefur verið.
(b) Lánamöguleikar.
Aðgangur framleiðenda að lánsfjármagni getur haft veruleg áhrif á
hvort hann getur hafið byggingu á íbúðarhúsnæði eða ekki. Sú
staðreynd að lánaskilmálar bankakerfisins henta ekki vel til
fjármögnunar á byggingu íbúðarhúsnæðis veldur því að
framleiðendur eru mjög háðir t.a.m. lánastarfsemi Byggingarsjóða
ríkisins. Lánastefna þessara sjóða, eða m.ö.o. lánastefna hins
opinbera, hefur því veruleg áhrif á framboð nýbygginga.
3