Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 16
14
Yarðandi íbúðarhúsnœbib hefur Þjóðhagsstofnun lagt áherslu á
að fram komi tala íbúða og rúmmál þeirra, sömuleiðis flokkun
íbúðarhúsa í annars vegar fábýlishús með einni til fimm íbúðum í
húsi og hins vegar fjölbýlishús með sex íbúðum eða fleiri.
Opinberum byggingum er skipt í fernt:
1) Skóla og íþróttmannvirki
2) Félagsheimili og kirkjur
3) Sjúkrahús og hæli
4) Ýmsar opinberar byggingar
Með opinberum byggingum er einkum átt við byggingar ríkis og
sveitarfélaga, en einnig byggingar ýmis konar samtaka. Skilgreining
opinberra bygginga er því í reynd lítið eitt víðari en svo að hún
samsvari því sem að jafnaði er átt við með "hinu opinbera" og meðal
annars hefur verið fylgt í skýrslum Þjóðhagsstofnunar um opinbera
búskapinn. Munar þar byggingum samtaka, og má nefna sem dæmi
að til félagsheimila og kirkna flokkast einnig sumarbúðir trúfélaga,
samkomuhús sértrúarflokka o.fl.
Atvinnuhúsnæbi er skipt í sex flokka I þessari skýrslugerð, en
þeir eru:
1) Vinnsla búsafurða
2) Fiskverkunar- og frystihús
3) Síldar- og fiskmjölsverksmiðjur ásamt tilheyrandi
þróm og mjöl- og lýsisgeymum
4) Iðnaður
5) Vörugeymslur og geymar
6) Verslunar- og skrifstofuhúsnæði og gistihús
Undir 1. lið falla sláturhús, kjötfrystihús, mjólkurbú, reykhús
o.fl. Þá hafa og verið talin til þessa flokks klakhús og eldisstöðvar,
en það er þó ekki gert á árunum 1985 og 1986.
Undir 2. lið, Fiskverkunar- og frystihús flokkast m.a.
vinnslusalir, frystigeymslur, veiðarfærageymslur, skreiðargeymslur,
niðursuðuverksmiðjur sjávarafurða (rækja og skel), síldarsöltunarhús
og ýmislegt fleira tilheyrandi útgerð og fiskvinnslu.
Til Verslunar- og skrifstofuhúsnæðis og gistihúsa hafa einnig
verið talin veitingahús hvers konar og söluskálar, en einnig
orlofsheimili félagasamtaka, enda tíðast leigð til gistingar um
tiltekinn tíma í senn.
Fjórði aðalflokkur fasteigna, auk íbúðarhúsa, opinberra bygginga
og atvinnuhúsnæðis, eru útihús í sveitum. Þeim er skipt í átta
eftirfarandi undirflokka.