Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 31

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 31
29 Einstaklingar þurfa sem sé að reiða fram mikið fé á skömmum tíma til að fjármagna kaup sín á íbúðarhúsnæði, og leiðir þessi stranga greiðslutilhögun til þess að eftirspurn verður minni en ella. í grein 4.1.3 hér á eftir verður vikið að greiðslutilhöguninni almennt í samfélaginu. (d) Lánarnöguleikar til kaupa á fbúðarhúsnæði. Sú greiðslutilhögun sem ríkt hefur, sú staðreynd að neysluþarfarinnar gætir snemma á ævi einstaklinga, þegar fjárhagslegt bolmagn þeirra er enn lítið alla jafna, svo ekki sé minnst á takmarkaða möguleika til sparnaðar hér áður fyrr - allt þetta hefur m.a. valdið því að aðgangur að lánsfjármagni hefur haft veigamikil áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Og þá þannig að stærra lán eykur möguleika einstaklinga að sækjast eftir íbúðarhúsnæði ofar í forgangsröðun þeirra. Hér á landi hafa einstaklingum einkum staðið til boða þrenns konar lán, þ.e. lán úr byggingarsjóðum ríkisins, lán úr lífeyrissjóðum þeirra og að síðustu lán frá bankakerfinu. Byggingarsjóðirnir hafa gegnt veigamesta hlutverkinu í þessari lánastarfsemi, og hefur það vaxið mjög nú síðustu ár, og hafa þá lífeyrissjóðirnir í auknum mæli fjármagnað lánastarfsemi þeirra. Lán frá bankakerfinu eru yfirleitt til skemmri tíma og eru því ekki hentug til þessarar fjármögnunar. í grein 1.3 verður vikið að þætti hins opinbera í fjármögnun eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði. (e) Raunvextir (eða misgengi milli lánsfjár og fastafjár). Vextir eru verð á lánsfé og eru þeir undir öllum kringumstæðum jákvæðir. Oft er þó talað um neikvæða (jákvæða) raunvexti, og er þá tekið tillit til þeirrar rýrnunar sem á sér stað á höfuðstól lánsfjár miðað við t.d. verðmæti einhverrar vörukörfu. í mikilli verðbólgu eru líkur á að flestar peningalegar eignir (kröfufé) rýrni að verðgildi með tímanum miðað við efnislegar eignir (fastafé), þ.e.a.s. að raunvextir séu neikvæðir. Raunvextir hafa mikil áhrif á eftirspurnarhneigð einstaklinga eftir íbúðarhúsnæði. í fyrsta lagi eru líkur á að lægri (hærri) raunvextir hvetji til eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði með meiri (minni) forgang neyslulega séð. í öðru lagi eru líkur á að lægri raunvextir, eða m.ö.o. meira misgengi milli lánsfjár og fastafjár (og jafnvel annarra tegunda kröfufjár), hvetji til eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði í sparnaðarskyni (hagnaðarskyni), vegna þess ávinnings sem af slíku misgengi hlýst. (f) Aðdráttarafl annarra sparnaðarforma. Þær tekjur sem ekki er varið til neyslu eru sparaðar, þ.e.a.s. geymdar til seinni tíma neyslu. Einstaklingar geta valið á milli fjölmargra sparnaðarforma í þessu skyni. Slík sparnaðarform geta borið mismunandi ávöxtun, verið mismunandi handbær (liquid), og verið misáhættusöm, eins og áður var getið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.