Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 21

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 21
19 2.3.3 Bygging fbúðarhúsa 1945-1959. Upplýsingar um byggingu íbúðarhúsa á árunum 1945-1953 í yfirlitum Framkvæmdabankans eru sagðar traustar hvað varðar Reykjavík. Upplýsingar frá kaupstöðum eru taldar sæmilegar flest árin. Sum árin eru upplýsingar um rúmmál þó sagðar af skornum skammti og þá gripið til áætlunar með hliðsjón af yngri vitneskju. Fullgerðar íbúðir í Reykjavík og kaupstöðum eru á þessum tíma meira en tveir þriðju af fullgerðum íbúðum á landinu. Skekkjur eru því varla mjög miklar þegar á heildina er litið. Upplýsingum um fullgerðar íbúðir í kauptúnum er sagt ábótavant, einkum á þetta við um hin smærri kauptún. Um fullgerðar íbúðir I sveitum árin 1945-1947 var stuðst við lánveitingaskýrslur Búnaðarbankans. Rúmmál fullgerðra íbúða í sveitum var áætlað með hliðsjón af upplýsinum Fjárhagsráðs og Innflutningsskrifstofunnar. Samandregið yfirlit Framkvæmdabankans um fullgerðar íbúðir árin 1945-1953 er birt í töflu 7.2 í töfluhluta. 2.3.4 Útihús f sveitum 1945-1953. Samkvæmt yfirliti Framkvæmdabankans um fullgerðar byggingar árin 1945-1953 virðist miklu minna byggt af útihúsum í sveit á þessu tímabili en hin síðari ár, sem skýrslusöfnun Innflutningsskrifstofunnar nær til. Verður að ætla að munurinn stafi að nokkru af of lágri áætlun í yfirliti Framkvæmdabankans. í inngangi að yfirlitinu segir m.a. um þetta efni: "Rúmmetrafjöldi votheyshlaða og þurrheyshlaða, sem byggðar voru árin 1945-1948 er fenginn úr búnaðarskýrslum Hagstofunnar. Á sama hátt er rúmmetrafjöldi safnþróa, haughúsa og haugstæða fenginn fyrir þessi ár. Fjós, fjárhús og vélageymslur hafa aldrei verið styrkhæfar byggingar og því erfitt að fá upplýsingar um byggingu þeirra fyrr á árum eða áður en Innflutningsskrifstofan tók að safna slíkum skýrslum. Rúmmetrafjöldi fjósa, sem byggð voru 1945-1948 var áætlaður þannig, að gert var ráð fyrir að byggt væri yfir helming nautgripafjölgunarinnar og reiknað með að hver gripur þurfi 18 rúmmetra." Hér er sýnilega afar lágt áætlað og hætt við að aðrar áætlanir um byggingu útihúsa hafi einnig verið lágar. Fyrir 30-40 árum voru útihús í sveit miklum mun óvandaðri en síðar varð og meira að segja töluvert af þeim úr torfi og grjóti. Endurnýjunarþörf þessara húsa hlýtur því að hafa verið sérlega mikil á þessum árum. Með hliðsjón af þessu hefði til dæmis verið eðlilegra að gera ráð fyrir byggingu yfir tvöfalda nautgripafjölgunina ár hvert en helming hennar. Engar slíkar leiðréttingar hafa þó verið gerðar hér fyrir þessi ár og eru tölur Framkvæmdabankans birtar óbreyttar í töflu 1.1. Þar kemur einnig fram rúmmál fullgerðra útihúsa ár hvert síðustu fjóra áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.