Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 15
13
er nú tiltækt efni fyrir hvert sveitarfélag á landinu sundurliðað á
sama hátt og fram kemur í töfluhluta skýrslunnar.
Skýrslur eru nú unnar með þeim hætti að upplýsinga er aflað
um eftirtalin atriði:
1) Nafn götu og númer eða annað staðareinkenni
2) Fyrirhugaða notkun fasteignar
3) Fjölda hæða
4) Samþykktar stærðir í fermetrum og rúmmetrum
5) Byggingarefni
6) Byggðan áfanga
7) Fjölda íbúða
8) Byggingarstig
9) Einnig er spurt hvort viðkomandi upplýsingar hafi
verið sendar Fasteignamati ríkisins
Þessu til viðbótar þarf að upplýsa hver er eigandi þess húss sem
í smíðum er, en þær upplýsingar geta hjálpað til við að ákveða
fyrirhugaða notkun hússins. Til frekari skýringa á einstökum
ofangreindra liða skal þess getið að í lið 2) er gert ráð fyrir því að
sum hús geti þurft að telja í tvennu ef ekki þrennu lagi vegna
mismunandi notkunar þess, og þarf þá að greina frá
stærðarhlutföllum eftir notkun. Nefna má íbúðar- og verslunarhús,
iðnaðar- og verslunarhús o.fl.
Með "samþykktum stærðum" er átt við heildarstærð samkvæmt
teikningum, eins og þær hafa verið lagðar fram og samþykktar. Ekki
er þó víst að byggja eigi þá stærð í fyrsta áfanga og þess vegna er 6)
liðurinn á eyðublaðinu: "byggður áfangi". Þar á að koma fram stærð
þess áfanga sem byrjað er á, en það er stundum aðeins hluti af
samþykktri stærð. Hér kemur einnig til álita viðbygging eða stækkun
eldra húss.
í 5. lið, byggingarefni, á að greina á milli að minnsta kosti
eftirfarandi byggingarefna: steinn, timbur, stálgrind, strengjasteypa,
timburhæð á steinkjallara o.fl..
í 8. lið, byggingarstigi, kemur margt til greina. Nefna má:
grunn, kjallara, veggir fyrstu eða annarrar hæðar, grind (um
timburhús og stálgrindarhús), uppsteypt, fokhelt, einangrað, tilbúið
undir tréverk, tilbúið undir málningu, í notkun ófullgert, fullgert.
Eftir notkun er fasteignunum skipt í eftirfarandi fjóra aðalflokka, en
hverjum þeirra er síðan skipt í nokkra undirflokka.
1) íbúðarhúsnæði
2) Opinberar byggingar
3) Atvinnuhúsnæði
4) Útihús í sveitum