Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Blaðsíða 14
12
lögð sérstök áhersla á þann aðaltilgang byggingarskýrslnanna að sýna
lúkningu bygginga og tilætlaða notkun þeirra. í því skyni voru
frumgögn Innflutningsskrifstofunnar stokkuð upp þannig að úr þeim
mætti vinna bæði mat tilkostnaðar og lúkningar hvert ár. Þrátt fyrir
þessa uppstokkun voru byggingar ekki flokkaðar nákvæmlega eins í
yfirliti Framkvæmdabankans fyrir tímabilið 1954-1961 eins og í
yfirliti Þjóðhagsstofnunar fyrir árin eftir 1960. Auðvelt er þó að gera
viðhlítandi breytingar á yfirliti bankans, svo unnt sé að fella það
framan við tölur Þjóðhagsstofnunar fyrir allt landið. Þetta hefur
verið gert hér og eru niðurstöður birtar í töflum 7.1 og 7.2.
Efnahagsstofnun var komið á fót með samningi milli
ríkisstjórnar, Framkvæmdabanka íslands og Seðlabanka íslands hinn
30. maí 1962. Stofnunin tók við gerð þjóðhagsreikninga af hagdeild
Framkvæmdabankans og gerð húsbyggingarskýrslna fylgdi þar með.
Sú skipan mála hélst til ársins 1972, en í ársbyrjun það ár tók
Framkvæmdastofnun ríkisins til starfa og tók meðal annars við því
verkefni Efnahagsstofnunar að færa þjóðhagsreikninga, svo og gerð
byggingarskýrslna. Þessi verkefni voru í hagrannsóknadeild
Framkvæmdastofnunar fram til 1. ágúst 1974 að hagrannsóknadeildin
var gerð að sérstakri stofnun, Þjóðhagsstofnun. Sú skipan hefur
haldist síðan og hefur Þjóðhagsstofnun haft með höndum gerð
húsbyggingarskýrslna frá þeim tíma.
Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að skýrslugerðin um
húsbyggingar hefur flust frá einni stofnun til annarar undanfarna
áratugi. Þegar þannig háttar til er sú hætta ávallt fyrir hendi að
samræmi raskist. Hér ætti sú hætta þó að vera minni en ætla mætti
þar eð sami maður hefur annast söfnun gagna og úrvinnslu þeirra frá
ársbyrjun 1954 til ársloka 1985.
2.2 Tegund upplýsinga, vinnuaðferðir og verðlagning.
2.2.1 Söfnun upplýsinga.
Eins og áður hefur komið fram senda byggingarnefndir og
byggingarfulltrúar Þjóðhagsstofnun skýrslur um
byggingarframkvæmdir í umdæmum sínum. Þessar skýrslur eru auk
fleiri heimilda grundvöllurinn að reglulegri skýrslugerð
Þjóðhagsstofnunar um fjármunamyndun, byggingu íbúðarhúsa og
þjóðarauð á verðlagi hvers árs og á föstu verði.
Hér á eftir verður annars vegar leitast við að lýsa þeim
upplýsingum sem safnað er frá byggingarfulltrúunum, og hins vegar
úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar á þeim. Þess ber þó að geta að
vinnuaðferðir hafa verið í mjög föstum skorðum, og má því segja að
lýsingin geti átt við undanfarin tuttugu ár eða svo. Sá kostur er
valinn að hafa þessa lýsingu nokkuð ítarlega til þess að varpa ljósi á
það safn upplýsinga sem tiltækt er hjá stofnuninni, þótt hér hafi
ekki verið ráðist í birtingu nema lítils hluta efnisins og þá í
samandregnu formi. Þó er rétt að það komi fram að hjá stofnuninni