Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Page 11

Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Page 11
1. Inngangur. Rit þetta íjallar um búskap hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almanna- tryggingakerfís. Ritið, sem er númer 11 í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhags- reikninga nær til áranna 1980-1991 og er framhald rita um sama efni, sem komu út í ársbyrjun 1983, 1986 og 1991, og náðu yfír tímabilin 1945-1980, 1980-1984 og 1980- 1989. í ritinu er "hið opinbera" í meginatriðum notað sem heiti á starfsemi sem tekna er aflað til með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru og þjónustu á almennum markaði. Af þessu leiðir að starfsemi íyrirtækja og sjóða í eigu ríkis og sveitarfélaga fellur utan við efni ritsins, nema að því marki sem þessir aðilar eiga viðskipti við hið opinbera. Að því er ríkissjóð varðar fellur þessi skilgreining að mestu að A-hluta ríkisreiknings. I ritinu eru þó endurlán ríkissjóðs reiknuð með A-hluta ríkissjóðs frá og með árinu 1980, en með lögum nr. 84/1985, um breytingu á lögum um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og Qárlaga, voru endurlánin færð í A-hlutann. Þessi tilhögun var einnig í þjóðhagsreikningarskýrslu nr. 8 um sama efni. Þá hafa orðið breytingar á samneyslu og tekjutilfærslum hins opinbera aftur til ársins 1980 vegna breytinga á skilavenjum ríkisreiknings, sem fólu meðal annars í sér að uppsafnaðar lífeyrissjóðsskuldbindingar ríkissjóðs fram til ársins 1989 voru færðar til gjalda á árinu 1989*. Tekið var tillit til þessara breytinga og var samneyslan hækkuð aftur til ársins 1980 en á móti kom lækkun á tekjutilfærslum til einstaklinga þar sem "uppbætur á lífeyri" voru felldar út. Reikningakerfí opinbera búskaparins, eins og það birtist í þessu riti, er hluti af stærra reikningakerfi íyrir þjóðarbúskapinn í heild og er unnið samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna um gerð þjóðhagsreikninga. Birt eru sérstök yfírlit um ríki, sveitarfélögin í heild og almannatryggingakerfíð hvert um sig og síðan eru dregnar saman tölur íyrir hið opinbera í heild. Þessi yfírlit eru þrískipt. I íyrsta lagi er tekju- og útgjaldareikningur, sem sýnir tekjur og rekstrargjöld á hverju ári. í öðru lagi er yfírlit um fastafjárútgjöld, en þar færist meðal annars fjármunamyndun og íjármagns- 1 Við gerð ríkisreiknings 1989 var ákveðið að tillögum ríkisreikningsnefndar að bókfæra allar áfallnar skuldbindingar ríkissjóðs þótt þær séu ekki gjaldfallnar. Áður hafði tíðkast í uppgjöri ríkisreiknings allmörg ár að færa ekki til bókar ýmsar skuldbindingar fyrr en þær komu til greiðslu. Þetta átti einkum við um vexti ríkissjóðs og lífeyrisskuldbindingar hans. Við uppgjör á ríkissjóði í þjóðhagsreikningum hefur meðferðin á greiðslum í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna verið með þeim hætti að lögbundið framlag launagreiðenda og launþega, þ.e. 6% og 4%, hefur verið talið með launum og þar með komið inn I samneyslu. Aflur á móti hafa sérstakar uppbætur á lífeyri ekki verið teknar með launum heldur verið litið á þær sem tilfærslur enda tengdar launagreiðslum fyrri ára. Augljóslega veldur þetta hins vegar nokkru vanmati á launakostnaði í samneyslu. Því var ákveðið að taka matið á lífeyrisskuldbindingunum í uppgjöri ríkissjóðs í þjóðhagsreikningum til endurskoðunar í framhaldi af breyttum uppgjörsaðferðum ríkis- reiknings. í útgjaldareikningum ríkissjóðs er ætlunin að færa með launum áfallnar lífeyriskuldbindingar sem tengjast launum ársins. Þetta var gert með þeim hætti að reikna sérstaklega viðbótarframlag vegna lífeyrisskuldbindinga á hverju ári sem fasta hlutfallstölu ofan á laun. Ákveðið var að styðjast að mestu við þá fjárhæð sem færð er til gjalda í ríkisreikningi 1990. Samneysla ríkissjóðs hækkar um þessa fjárhæð og eru laun samkvæmt ríkisreikningi hækkuð um sömu hlutfallstölu öll árin 1980-1990. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Búskapur hins opinbera 1980-1991

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1980-1991
https://timarit.is/publication/1004

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.