Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Page 30
Tafla 6.2 Lánsfjárþörf opinberra aðila 1986-1992.
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
í milljörðum króna 6,3 11,6 17,1 23,0 27,0 40,2 29,4
Hlutfall af VLF 4,0 5,6 6,7 7,5 7,6 10,5 7,7
Tafla 6.3 sýnir fjölda lántakenda sem njóta ríkisábyrgðar á lánum sínum. Einnig
sýnir hún heildarQárhæð þessara lána og hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu. Þar
sést að fjöldi lántakenda og sömuleiðis heildarijárhæð lána hefur aukist á ný síðustu
árin eftir tölverðan samdrátt seinni hluta níunda áratugarins. Á árinu 1991 eru
lántakendur sem njóta ríkisábyrgðar 206 og er heildaríjárhæðin rúmlega 55 milljarðar
króna eða sem nemur 14,3% af landsframleiðslu.
Tafla 6.3 Lántökur með ríkisábyrgð 1980-1991.
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1991
í milljörðum króna 1.4 5,6 14,7 22,7 21,9 39,1 55,1
Hlutfall af VLF 8,7 14,7 16,7 14,3 8,6 11,0 14,3
Fjöldi lántakenda 244 162 136 117 94 187 206
7. Vinnuafl hins opinbera.
Um einn sjötti af vinnuaflsnotkun í landinu á árunum 1980 til 1990 var á vegum hins
opinbera, eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. í upphafí tímabilsins var notkunin
15,7% af heildinni en í lok þess 18,2%. Aukningin er rúmlega 16% mæld á þennan
mælikvarða. Hafa ber þó í huga að samdráttur er í vinnuaflnotkun á árinu 1990.
Stærsti hluti vinnuaflsins er í fræðslu- og heilbrigðisþjónustu eða um tveir þriðju hlutar
þess. Þessar upplýsingar byggja á atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar, sem aftur
byggja á talnagögnum skattyfírvalda og Hagstofunnar um vinnuvikur; sjá einnig töflu
1.6 í töfluviðauka.
Tafla 7.1 Vinnuafl hins opinbera 1980-1990.
Fjöldi ársverka: 1980 1982 1984 1986 1988 1990
Opinbert vinnuafl alls 16.605 18.982 19.083 20.992 22.230 22.748
- Stjómsýsla m.m. 4.720 5.107 5.456 6.071 6.223 6.408
- Menntastofnanir 5.244 6.514 5.919 6.617 7.474 7.519
- Heilbrigðisstofnanir 5.377 5.905 6.261 6.788 6.887 7.162
- Annað opinb. vinnuafl 1.264 1.456 1.447 1.516 1.646 1.659
% af vinnuaflsnotkun alls 15,7 16,7 16,4 16,8 17,4 18,2
Vinnuaflsnotkun alls 105.944 113.992 116.559 124.655 127.916 124.739
Heildarframboð vinnuafls 106.274 114.692 118.039 125.478 128.736 126.994
28