Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 12

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 12
veiðihundar. En guði sé lof fyrir það, að tundurskeytabrautirnar segja alltaf til sín. Hugsið ykkur það bara ekki svo einfalt, drengir,“ hélt Kelloki áfram, „íhugið, hvaða tími líður frá því svona þung beitisnekkja kemur úr kyrrstöðu, kemst upp í ftdla ferð og snýr. Þar við bætist, að í þessu til- felli varð flotamyndunin að vera nokkurnveginn varðrétt. í þessari vígstöðu lá höfuðábyrgðin náttúrlega hjá beitisnekkjuskip- herrunum. Skip þeirra þurftu eiginlega að vera allsstaðar samtímis. Hraðskreiðasta skip flotans var „Monaghan", beitisnekkja, sem kom fyrst í þjónustu í stríðsbyrjun, byggð af fræðilegri slægð. Stolt skip, sem sigldi eins og Delfin leikandi á öldunum, og fór oft með 28 mílna hraða. Það var komið fram yfir miðnótt, og flotinn raðaði sér upp að nýju, til þess að vera viðbúnir í dögun, þegar herbjöllurnar hringdu á Mon- aghan: „Allir menn á sinn stað!“ Bölvandi hvolfdu hlaupandi rnennirnir stálhjálmunum á höfuðin, for- mælandi flýttu þeir sér upp járnstiga og tröppur. Frívaktirnar höfðu að minnsta kosti vonað að geta sofið til næsta morguns, þar til eldtöfrarnir hæfust á ný. En ef háseti byrjaði að hugsa------- Allsstaðar glumdu bjöllurnar og menn vissu að eitthvað óvenjulegt lá í loftinu. Skipið hagaði sér öðruvísi en menn höfðu vanizt því undanfarna daga. Það var engu líkara en það spennti alla vöðva eins og hestur fyrir hlaup, en á næsta augnabliki titruðu hliðar þess, og með voldugu stökki skauzt það áfram. Skipið flaug bókstaflega yfir öldurnar, allri véla- orkunni var beitt til hins ítrasta. Á næstu andrá féll allt um koll, hvað innan um annað. Bjöllurnar höfðu enn gefið aðvörunarmerki, en hver athugaði það þessa nótt? Slíkt skip var sem lifandi vera með margbrotið innra líf. Þegar skipunin kom: „Allir menn á sinn stað!“ var það eins og í dýrsskrokk eða mannlegum líkama, þegar hvítu blóðkornin eru kölluð til varnar gegn ígerðarvaldanda. Þá máttu engar hindranir vera til. Yfir þúsund æfinga voru undangengnar. Hver og einn vissi, hvar hans staður var, og allir flýttu sér, sem mest þeir máttu hver til síns staðar. Þar sem enginn þeirra, sem flýttu sér upp, og reknir höfðu verið úr hvílum sínum vissu, hvað gengið hafði fyrir sig í brúnni, hitti höggið flesta þeirra óundirbúna. Monaghan hélt sig alltaf í námunda við flugvélaskipið „Kornshir“. Það var hans staður, því hans hlutverk var að vernda hina stærri systur sína. 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.