Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 25
Niðri í vélarúminu gerðu vélamennirnir sér far um að nota þetta stutta hlé, til að fylla olíugeymana, sem úr hafði runnið, þétta rifur á leiðslum og líta vel eftir öllu. Það þurfti vissulega vandlega viðgerð allt sarnan, þegar þetta væri yfirstaðið. Já — þegar það væri yfirstaðið! Nú loks fékk Willbrook skipstjóri tækifæri til að grennslast um mann- tjón á skipi sínu. Fjögurra manna var saknað. Stormurinn hafði gleypt þá, eins og þeir hefðu aldrei verið til. í járnstiganum að stjórnpalli birtist andlit læknisins, sem Monaghan hafði náð um borð stuttu fyrir djöfladansinn. Það blæddi úr mörgum sárum á andliti hans, og nefið var stór bóJgin hnúður. Skipherrann þekkti hann ekki fyrr en hann fór að tala. „Herra minn trúr, læknir! Hvað er að sjá yður! Læknirinn snéri sér undan. „Engin ástæða til æsingar, skipherra," sagði hann, „þetta er bara útvortis. En hjá áhöfn yðar er útlitið ekki eins fallegt. Mörg beinbrot, og einn vélamannanna niðri hefur fengið mikil brunasár af gufu úr þrýstiröri. Eg kom bara til að biðja yður um neyðarumbúðakassann hér uppi. Allt, sem ég hef fundið niðri er uppnotað!“ Það fór hrollur urn skipherrann. Allan tímann meðan djöfulgangur- inn stóð hafði liann staðið hér uppi á stjórnpalli, þar sem staður hans vissulega var, og ekki haft hugmynd um það, hvað fram fór á skipi hans. Beinbrot og brunasár, fjórir menn horfnir fyrir borð! — Og bara fyrsti „hálfleikur". Ekkert hjálparkall hafði komið gegnum kallpípuna í brúna! Án þess að mögla höfðu mennirnir unnið skyldustörf sín, af því að þeir vissu að „sá gamli“ í brúnni gat hvort eð var ekkert hjálpað þeim, og liann hafði nógar eigin áhyggjur. Willbrook sá félaga sína fyrir sér, hvernig þeir bældu niðri hræðilegasta sársauka vegna beinbrota og bruna en framkvæmdu samt hverja skipun eftir beztu getu. Fjórar klukkustundir hafði þetta staðið, þar til þeir voru komnir í mið- depil hvirfilbylsins, og aðrar fjórar klukkustundir hlutu að vera eftir, þar til þeir væru lausir úr þessum ógnum. Mjöglunarlaust mundu þeír aftur reyna að gera skyldu sína, þeir mundu aftur láta kasta sér á brenn- heit gufurörin, meðan gólfið undir fótum þeirra stæði lóðrétt. Aldrei áð- ur, ekki einu sinni í æðislegustum bardaga, hafði Willbrook fundið sig eins tengdan áhöfn sinni og á þessari stundu. Ef það stæði í mannlegu Nýtt S O S 25

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.