Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 31
væri í hurðarlausu stálbúri. Ekki langt frá heyrði hann kvalaóp manna, eins og í kór, þannig að þau urðu ekki aðgreind. Sumir virtust vera fastir og berjast við að losa sig úr klemmunni, en aðrir hrópuðu af kvölum, þegar sjóðheit gufan kom á þá og brenndi þá. Einhversstaðar heyrðist vatn ólga, það heyrðist æ sterkara og sterkara og lokst liljómaði það sem foss steyptist. Skipið lagðist sífellt meira á hliðina. Drottinn nrinn, var þá engin von lengur? Vélfræðingurinn hamaðist með berum hnefunum á járnveggjunum, sem lokuðu hann inni. í þessu örvilnaða ástandi þurfti Willbrook skiplrerra varla að,gefa skip- anir til manna sinna. Mennirnir, þeir sem aftur gátu rifið sig upp eftir áreksturinn, gripu allsstaðar þar til, sem nauðsynlegast var. Enginn þurfti fyrst að segja þeirn, að hér var um lífið að tefla. í ^slíkum sjógangi gæti hver sá talizt heppinn, sem gæti hangið jrað lengi Vuppi á sundbeltinu, að skip hirti hann upp, eða hann næði á björgunarfleka. v í ásjónu dauðans urðu mennirnir að hetjum. Enginn virtist hugsa um sig eða eigin björgun. Þeir reyndu að rífa upp lúguhlerana með berum höndunum, því þeir fundu engin verkfæri í flýtinum. Það var eins og þeir fyndu ekki til, þegar skörðótt járnið fletti húðinni af höndum þeirra. Höggið, sem „Spence“ hafði veitt skipi þeirra, hafði verið dauðahöggið fyrir Monaghan. En hin beitisnekkjan myndi heldur ekki lifa af árekstur- inn. Halli beggja skipanna var brátt eins mikill og hann hafði mestur orð- ið í hvirfilvindinum. Þeim myndi báðum hvolfa, ef sjórinn streymdi ekki þá svo ört inn í þau, að þau sykkju áður. Willbrook skipherra hrópaði nú til skipshafnar sinnar gegnum holar hendurnar skipun, sem stundum verður að gefa á hafinu: „Bjargi sér hver sem geturl" Honum sjálfum bar skylda til að vera svo lengi um borð í skipi sínu sem hægt var, og í neyð að fara með því niður í djúpið. Skipherrann vissi að hann var á barmi vitfirringarinnar. Hann sá menn, félaga, góða sjómenn renna eftir skáhöllum þilförum skipanna, sá hend- ur þeirra fálmandi, þegar þær reyndu að ná haldi á einhverju, og hann sá þá hverfa í freyðandi hafið. Mörgum köstuðu öldurnar utan í skips- skrokkana aftur og aftur. Það var engu líkara en æðandi hafið vildi heldur ekki unnan neinum þess að lifa lífinu áfram. í eyrum skipherrans hljómuðu líka angistarvein hinna slösuðu og þjáðu, og þeirra, sem reyndu að finna útgöngu úr sökkvandi skipinu, og þeirra, sem vissu að sundbeltið mundi bara lengja þjáningatíma þeirra. Hvaðan átti björg- Nýtt S O S 31

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.