Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 30
hann sá svartan skugga skipsins koma svífandi á vængjum dauðans yfir Monaghan. Það var ekki einu sinrii mögulegt að senda út neyðarkall. Það var enginn rafstraumur á tækin og það var óvíst að nægur tími væri til að koma neyðarsendinum í gang. Willbrook beið eftir fréttum neðan úr skipinu, tilkynningu um hvar sjórinn félli inn. En talpípan upp í ibrúna þagði. Voru kannske allir látnir niðri? Skipherran þurfti engar tilkynningar til þess að vita, að skip hans var gjörtapað. Á ótrúlega stuttum tíma sýndi það greinilegan hliðarhalla, og enn sat stefni „Spence“ fast í síðu Monaghans eins og horn á geithafur. Willbrook vitist hann sjá á þilfari hins skipsins menn á hlaupum. Hann beygði sig eítir kallaranum til þess að lnópa yfir fyrirskipanir, en fann hann ekki. Þá lagði hann hendurnar eins og trekt fyrir munninn, en vissi Jró á sama augnabliki, að hróp hans myndi ekki heyrast. Æðandi stormurinn bar orð hans burt án þess að þau væru heyrð. Drottinn minn, kannske var Spence enn sjófær. Þá gat það ef til vill heppnast að bjarga áhöfninni af Monaghan yfir í hann. Ef Spence gæti losað stefni sitt áður en Monaghan sykki. Ef - Hið hnífskarpa stefni Spence hafði stungizt inn í síðu Monaghan Jiar sem vélarrúmið var. Enginn ofanþilja liafði heyrt hin hræðilegu vein mannanna, sem allt í einu lenti í ógeðslegum hnykli úr tættu o gsamanvöíðu stáli og uppundnum og sprungnum leiðslum, sem kvæsandi gufan streymdi úr. Á augabragði varð þar svartamyrkur. Hvæsandi gufan jafnframt því, sem ljós dó á öllurn lömpum, gerði ringulreiðina algera. Vélfræðingurinn, sem farið hafði niður í umsjónarrýmið, reyndi árangurslaust við dauf- an bjarma rafmagsvasaljóssins að berjast gegn gufunni. Hann heyrði hróp- in og angistarveinin, en vissi ekki sjálfur, hvernig hann átti að finna leið út. Blindur fálmaði hann í kringum sig, og hann gat ekkert áttað sig á livað hann snerti, og hann varð sleginn ótta, þegar honum varð hugsað til þess, að hann ásamt öllum öðrum neðan þilja ætuu engrar undan- komu von. Hann reyndi að fálma sig skipulega áfram ti! þess að reyna að glögg-va sig, og komst að lokum að raun um, að hann var innilokaður. Hvert sem hann snéri sér, fann hann fyrir sér stálvegginn, eins og liann 30 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.