Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 23
rennt huagnum til hennar. Hann hafði tekið það sem sjálfsagt, að hún yrði í lagi og vélamennirnir héldu henni gangandi. En gátu þeir yfirleitt nokkuð gert, þegar skipið reið á hliðinni eftir ölduföldunum og niður í djúpa dalina. Hvaða vélfræðingur eða véalmaður gat litið eftir gangi ventla og tækja eða olíugjöf, þegar gólfið, sem hann átti að standa á stóð lóðrétt upp og niður? Þannig gekk glíma skipsins og skipshafnar þess við ofviðrið. Einhvern tímann hlutu allir að gefast upp. Enginn og ekkert gat barizt endalaust með síðasta varaforðann. Það var ekkert loftskeytasamband lengur milli skipanna. Stormurinn hafði fyrir löngu eyðilagt loftnet þeirra, og neyðarsendlarnir komu ekki að gagni heldur, í þeim heyrðist ekkert nema sundurlaus hljóð. Hvað höfðu menn líka að tilkynna hver öðrum? Að hin stóra skiptlest var fyrir löngu tvístruð, og hvert skip reyndi á sinn eigin máta að komast út úr vítinu? Það vissu allir. Menn vissu líka, að sennilega hafði orð- ið manntjón á hverju skipi. Og ef nokkur huggun var til í því sam- bandi, þá var hún sú, aðenginn, sem horfið hafði fyrir borð, hefði þurft að líða lengi. Ef til vill vor ekki öll skipin ofansjávar lengur, sem tilheyrðu í gær þessum stolta stríðsflota. Ekkert var líklegra, en eitthvert olíuskipanna, sem látið höfðu í gær rnikið af farmi sínum til herskipanna og þar með mist mikið af kjölfestu, hefði bókstaflega hvolft í ofviðrinu. Og herskipin? Það var ekki öruggt að öll kæmu þau heilu og höldnu út úr hvirfilbylnum. Voru líkur fyrir . því, að til dæmis í flugvélaskip- unum væru eftir t. d. ein einasta flugvél? Sennilega voru þær nú ein ruslhrúga. Var þá enginn endi á þessu? Drottinn minn, hvirfilvindur gat þó ekki varað heila eilífð. Hve lengi höfðu menn staðið viðbúnir, væntandi þess að næsta augnablik yrði þeirra síðasta? Fjóra klukkutíma, fimm tíma? Enginn hafði hugmynd um tíma. Allir, sem þekktu Kyrrahafið, Filippseyjasundið, Celebeshafið og suð- ur-kínverska-hafið og þar með þau nöfn, sem þekkt voru fyrir hvirfil- vinda hættu sína, vissu, að þessi hvirfilvindur var sá ægilegasti, sem geis- að hafði í manna minnum. Hér höfðu að vísu geisað hræðilegir vítis- stormar, en engir eins og í dag. Willbrook skipherra var ef til vill ljósara en öðrum um borð, að Nýtt S O S 2S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.