Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 22
gæti haldið sér, þegar ólögin flæddu yfir. Brúarbyggingarnar buðu ekki einu sinni næga vernd. Var það nokkuð undarlegt, að skipherranum yrði ekki nema endr- um og eins hugsað til fyrsta stýrimanns síns, eins og ástatt var hjá honum? Sennilega barðist stýrimaðurinn nú við dauðami í koju sinni, ef örlögin ihöfðu ekki þá þegar frelsað hann frá þeirri baráttu. Já frelsað! Fyrir svo veikan sjúkling, sem gat enga björg sér veitt, hlutu þessar ofsalegu hreyfingar skipsins að vera óbærilegar. Willbrook skipherra hafði engan tíma til að velta lengi örlögum fyrsta stýrimanns fyrir sér. Hvert augnablik krafðist úrskurðar hans um svo mörg vandamál samtímis. Það var starfið, sem hélt honum uppi og að hann brotnaði ekki saman undan ábyrgðinni. Hann hafði bókstaflega ekki tíma til þess. Hvað máttu kompás, radar og tímamælir sín liér? En enginn vildi nú samt neita sér um þessa hluti. Sarnt var allt hér einskisvirði í augnablik- inu nema það, sem hver og einn batt lífsmöguleika sína við. Eitt tækjanna var hliðarhallamælirinn. Alltaf sveiflaðist hann lengra og lengi-a til liliðar, þegar skipið valt yfir. Var það blekking vonleysisins eða staðreynd, að mönnum virtist alltaf líða lengri tími, þar til vísirinn sveiflaðist aftur til baka í rétta stöðu? Willbrook skipherra braut ákaft heilann. Var eitthvað hægt að gera frekar til að auka öryggi skipsins? Guð minn góður! Hvað var hægt að gera? Og hvernig þá? Menn gátu hvergi haft fótfestu í skipinu, hvort sem var ofan eða neðan þilja. Og hamingjan hjálpi þeim, ef eitthvað losnaði og rynni til. Willbrook logsveið í augun af saltvatninu, sem slöngvaðist alltaf öðru- hverju framan í hann úr freyðandi löðrinu. En auknatillit hans var von- lítið og spyrjandi, þegar hann leit upp á hallamælinn. Nú — nú var sem sagt öllu lokið. Ekkart skip gat komizt aftur upp úr svona kafveltu. Eilífð vitist líða, — svo fyrst ör hægt, ósegjanlega hægt, síðan smátt og srnátt fljótara, sveiflaðist vísirinn til baka. Loftvogin í brúnni, sem og önnur tæki, hafði skemmzt af sjóganginum. Nokkrar glerflísar héngu úr gluggunum niður með hliðunum. Hann gat nú kært sig kollóttan um loftvog! Það var svo sem vitanlegt, að vísirarnir stæðu langt fyrir neðan allt, hvort sem var. Vélin niðri í skipsskrokknum! Ó, drottinn minn dýri, hann hafði ekki 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.