Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 6
stóð nú kyrr á sama stað og gat sig ekki hreyft, eins og hefði hann verið lostinn. Uppglenntum augum liorfði hann á þennan bogna og hrjáða mann, án þess að hinn tæki eftir honum, þar sem hann horfði stöðugt niður fyrir fætur sér. Einhver hlutur, líkt og bolti, kom þjótandi yfir girðingu skólalóðar- innar, og lenti fyrir framan fætur hjálparvana krypplingsins. Honum hafði ef til vill ekki verið kastað af ásettu ráði í þessa átt, en hafði svona af tilviljun í leiknum lent þangað. En það, sem nú skeði, fékk Kelloki til að roðna af skömm og blygðun, þótt allt þetta skeði svo skyndilega, að eftir á gat hann !tæplega áttað sig á því. Veiki maðurinn reiddi upp staf sinn og seildist svo með honum eftir boltanum, og þegar hann hafði dregið hann nógu langt til sín, beygði hann sig eftiv hon- um. Það var eins og hann væri að hefja á loft þunga byrði, en ekki ónýtan boltaræfil, sem loftið var löngu farið úr. „Pápi, þú finnur þó til,“ heyrðist í sama bili björt drengsrödd frá skólalóðinni. Fyrst starði krypplingurinn á þennan gúmmíhlut í hendi sér, síðan kastaði hann honum til baka yfir girðinguna, eða réttara sagt, hann ætlaði að gera það, en þegar handleggurnn gerði kasthreyfing- una, rak hann skyndilega upp kvalaóp og féll saman. Nú heyrðust óp frá skólalóðinni: „Lítið bara á, fellur saman eins og blautur poki.“ „Nei,“ hrópaði annar framhleypinn, „það hefur einhver stungið í hann nál og loftið farið út.“ í þessum ys og hávaða heyrðist varla grátandi rödd tíu ára hrokkin- hærðs svertingjadrengs: „Pabbi — pabbil“ kallaði hann gjallandi, „bíddu, ég hjálpa þérl“ En hópurinn virtist nú vera orðinn að viltum dýrum. Margir hand- leggir gripu nú svertingjadrenginn og héldu honum fast. Hann reyndi örvilnaður að losa sig og kallaði aftur og aftur á föður sinn. „Bíddu bara!“ hrópaði einn hinna gáskafullu drengja, „við náum bara snöggvast í hjólhestapumpu handa þér, svo að þú getir blásið þann gamla aftur upp.“ Böm geta stundum verið mjög grimm. Gamli negrinn, Sam Woorker, þorði oft alls ekki út á götur smá- borgarinnar Adalko, af því að oftast var hann ekki kominn nema nokk- 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.