Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 24
skip hans myndi fyrr eða síðar hætta að reisa sig við nndan áföllunum. Ef hann hafði rétt fyrir sér lá takmark hliðarhallans nálægt 60 gráð- um. Monaghan hafði í dagt oft orðið að þola meira. Vísirin á mælinum hafði oft farið þangað, sem .engin mælistrik voru. Smávegis þungamiðju- tilfærsla gat orsakað endalokin. Ekkert var hægt að gera til að bægja ógnandi hættunni frá — aðeins að vona! Aðeins nokkrar sekúndur í einu gat Willbrook skipherra rent augun- um yfir tundurspillinn. Var það virkilega Monaghan, þar sem öll þessi óskaplega ringulreið ríkti um borð?. Fagurgljáandi skipstjórastórbátn- um höfðu brotsjóirnir sópað brott, og hvort hann nú var á hafsbotni gat hann ekki gert sér í hugaríund. Þeir bátar, sem eftir voru, voru ó- nothæfir, brotnir og beyglaðir, bátsuglurnar annaðhvort kengbeygðar eða alveg horfnar. Það var algerlega meiningarlaust að vera að hugsa, en hann gat ekki hætt við það. Ef slysið skeði nú, gat enginn bjargað sér af skipi hans. Allir höfðu þurft að binda sig svo fast, til þess að lenda ekki fyrir borð, að ekkert ráðrúm gæfist til að losa sig. Skipherrann vissi, að í slíku veðri var engin björgunairvon til, ef illa færi. Það þjakaði hann, að finna að skip hans átti enga björgunarmögu- leika. Vélritsíminn flaug fram og aftur í örvilnuðu kapphlaupi við dauð- ann. Vélarnar varð að stöðva, þegar skipið hallaðist of mikið, og alltaf urðu þær að^gefa fullan kraft þegar skipið rétti sig við aftur. Hve lengi enn? Það mátti guð almáttugur vita! • Það kom örlítil hvíld til að kasta mæðinni f)'rir stjórnanda og áhöfn, þegar miðpunkti hvirfilvindsins var náð. Að vísu voru öldufjöllin ó- skapleg og vindurinn blés með 40 mílna hraða. En nú hjó Monaghan bara og ruggaði, en lagðist ekk ieins mikið á hliðina og áður. Skipið lét að stjórn, og nú var hægt aftur að beina því í öldurnar. Nú höfðu menn aftur á tilfinningunni að liafa vald yfir 50 000 hestöflunum. Þetta var hlé til að kasta mæðinni, einskonar „hálfleikur“! Enn áttu þeirr eftir hinn hluta stormsveipsins, og menn lifðu aðeins í voninni um það, að ófreskjan hefði misst eitthvað af heljarafli sínu. Allt sem hendur hafði stritað nú um borð. Nú var miklu bjartara yfir hér í miðju stormsveipsins. Það sást þó að minnsta kosti út fyrir borð- stokkinn. 24 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.