Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 27
fossar niður í skipið. Mörg milliþilin, voru líka skemrnd, og allir um borð, ineira að segja þeir, sem ekki sinntu störfum á þilfari og höfðu ekki fast starf við vélarnar, urðu nú að koma út til að reyna að hindra enn stærri skaða. „Herra skipstjóri!" hrópaði annar vaktaryfirmaður í brúnni í eyra Willbrooks. „Iútið þér á!“ Hann benti á loftvogina. Og svo hannarlega hreyfðust vísirarnir og stigu srnátt og smátt. „Takið ekki mark á því!“ öskraði skipherrann til baka og benti á brot- ið glerið. „Það hlýtur að vera snarvitlaust". En loftvogin vann samt. Enn gegndi hún hlutverki sínu, eins og svo rnargt annað urn borð í skipinu, þó það væri ofar mannlegum skilningi, að hún væri enn nothæf. Hinn hagfara veðurbata var hægt að finna án loftvogarinnar. Að vísu var hafið enn svo æst og. ógnþrungið, að það gat skotið reyndustu sjógröpum skelk í bringu; en ekki langt í burtu var það orðið rórra. En myrkur yrði skollið á, þegar sannreynt yrði að hvirfilvinda svæðið væri að baki. Holskeflurnar voru ekki eins ægilegar, og brotsjóirnir, sem skuilu á þilfarinu, höfðu misst mikið af afli sínu. Að vísu reyndu þeir enn að ná fremra fallbyssuturninum, en höfðu það ekki lengur. Það var eins og sjórinn hefði misst andann. Það var þó ekki um neina hvíld að ræða fyrir dauðþreytta mennina. Það varð að minnsta kosti að reyna að gera við mestu skemmdirnar fyrst. Ef nefna skyldi það réttu nafni varð fyrst að gera skipið sjófært. Þar var um að ræða framar öffu öðru viðgerð raflagninnar að stýrinu, sem hafði.bilað fyrir föngu, svo að þurft hafði að stýra Monaghan með neyð- arstýrinu. Einnig þurfti að gera við radarinn. Það, sem nú sást á skermin- um var einhver ógreinileg þvæla. Loks varð að , leysa brúaráhöfnina af verði, sem nú var komin að niðurfalli af þreytu. Willbrook skipherra og annar vaktarformaður vildu ekki fáta feysa sig af. Enn var hættan ekki hjá liðin. Það átti eftir að koma í fjós eftir stutta stund, hve fjarri það var, að. hættan væri liðin lijá. Stýri systurskips Monaghan bilaði, svo það varð aigerlega stjórnlaust. Nú var hægt að nota ioftskeytin, og „Spence“, en svo hét systurskipið, gat varað við og beðið um hjáip. Ef tif vill heppn- aðist það, þegar sjó fægði betur — og það gat orðið eftir nokkrar kfukku- stundir — að koma fyrir dráttartaug. Mögulegt var líka, að hægt væri Nýtt S O S 27

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.