Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 36

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 36
hafa ennþá á sér nokkra vaxkveikjara. Enn að hann skyldi ekki hafa mun- að eftir þvx fyrr. I>að kostaði hann rnikið erfiði að kveikja. Hendur hans hlýddu að- eins skipunum eins og griptangir, sexn tilheyrðu honum alls ekki. Eymdarlegur loginn dugði þó alltaf til að vekja ímyndunarafl manns- ins. Guði sé lof, það var þá ekki eins vonlaust með hinn manninn eins og liann hafði fyrst ímyndað sér. Aðeins nokkrar brotnar fjalir lokuðu fyrir björgunina. I>að var hægt að koma þeim til hliðar. Fjalirnar til- heyrðu sýnilega rúmstæði. Eftir nokkra áreynslu tókst katlaverðinum að draga líkama hins út úr brakinu. Hvaða maður gat það, verið, sem hafði upplifað skpaái'eksturinn í rúminu. Sá náungi hlaut að hafa töluvert góðar taugar, ef hann hafði getað lagzt til svefns strax og þeir komu út úr hvirfilbylnum. Hafði hann kannske innri blæðingar? Hver veit, á hvað hann hafði kastazt, en hann var meðvitundarlaus. Næsta vaxkveikja lýsti upp ásjónu meðvitundarlausa mannsins og hjálp- armaður hans hafði næiTÍ rekið upp undrunai'ó, er hann sá hver það var. Þetta var fyrsti stýrimaður! Menn höfðu heyrt um meiðsli hans um allt skipið, og allir höfðu fylgzt með erfiðleikunum við að ná lækni um borð. Dálagiegt svínarí, að enginn skyldi hafa skipt. sér af honum. Að því er virtist hefði maðuiinn verið látinn drukkna án þess að nokk- ur skipti sér7 af honum, ef hann hefði ekki borið þarna að af tilviljun. Hvað var nú að gera? Já, stiginn upp! Skollinn sjálfur! Á meðan hann var að stumra yfir sjúka manninum hafði hann ekkert fylgzt með því, hvernig skipið hafði lagzt alltaf meira og meira á hliðina. Katlaverðinum heppnaðist ekki að koma stýrimanninum yfir herðar sér, eins og hann hafði ætlað sér. Bakið neitaði að hlýða. Dálaglegt á- stand! Hver gat þá sagt um, ,hvort maður komst yfirhöfuð enn lifandi upp? Hann átti, enga völ, hafði engan tíma til innhugsunar. Katlavörður- inn vissi, að í framskipinu var þilfarsuppgangur bæði bak- og stjórnborðs- meginn. Þá hlaut það að vera eins hér. Hann dró líkama fyrsta stýri- rnanns eins og þungan poka á eftir sér, en gat varla sjálfur afborið að reka ekki upp í vein við hvern kipp. Einhvernveginn ^og án þess að vita hvernig, fann hann stigann, og þá fyrst datt honum aftur í hug, að hvoi'ki hann né fyrsti stýrimaður höfðu sundbelti. 36 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.