Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Side 4

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Side 4
194 Þ J Ó Ð 1 N engu hættuminni einstaklingnum og' þjóðarheild lands vors, en her- valdið öðrum þjóðum. Þótt ein- kennilegt megi virðast, á sér stað skipulögð starfsemi hér á landi, af hálfu arftaka Víga-Hrapps og ann- ara misindismanna íslands. Það er æfinlega svo, hvar sem er, og livenær sem er, að uppi eru fjandmenn þjóðar sinnar. Fjand- menn réttlætis og ráðdeildar, fjand- menn menningar og manndóms, fjandmenn göfugmennsku og mann- kærleika, og þó sérstaklega fjand- menn sálarþroska og bræðralags. Það er sagt, að í hverri ætt sé eitt fúlegg, og eins er með þjóðfé- lögin. Þessir menn ala á liverskyns rógi og sundurlyndi horgaranna og gera ýtrustu tilraunir til að sundra þjóðfélaginu. Hér á landi iiafa þessir menn nefnt sig ýmsum nöfnum. Það er þeiin nauðsynlegt, að liafa marga búninga til að íklæðast, vegna þess, að hverskonar skemmdarstarfsemi sem er, er illa þokkuð og lítt til þess hæf, að vera verðmæti þeim, er slíkt fremja. Þeim er því nauð- syniegt að hylja illhærur sínar með nýjum og nýjum skartklæðum. Kunnastir eru þessir menn hér undir nafninu kommúnistar. En þar sem ég lield, að livergi nærri séu þeir, og starfsemi þeirra, nógu kunn islenzkri æsku, þá vildi ég með fá- um línum vara við þessari sprengju, sem leynzt getur ykkur livar sem þið farið, þar lil liún — ykkur al- veg að óvörum — liefir iieltekið líf ykkar. f samhandi við þetta, og því til frekari áréttingar, ætla ég að segja ykkur sögu af sjálfum mér, er ég lenti í boðaföllum þeim, er hrjóta á þjóðlífi okkar nú, vegna þessar- ar niðurrifsstarfsemi. Þegar ég var 15 ára að aldri, fór ég fyrst úr lieimahúsum, til að leita gæfunnar, eins og það er oft orðað. Leið mín lá til sjávarþorps eins hér sunnanlands, sem oft er talin mið- stöð útgerðarinnar á vetrarvertíð- inni. Svo að segja strax veittist mér sú virðing(!!!), að einn úr hópi kommúnista lieimsótti mig. Við skyldum nú ætla, að þessi út- sendari sýndi mér, óþekktu og upp- hurðarsnauðu harni, alla velvild og kurteisi, þó að liann kæmi að máli við mig. Jú, allt gekk vel í fyrstu, mjög vinaleg orð á milli fræðandi frásagna af Rússlandi, hinu hlómstr- andi ríki verkalýðsins, þar sem liver og einn fékk það, sem hann með þurfti. Hér á landi þurftum við.öllum árum að þvi að róa, að koma slíku skipulagi á. Þá þyrftum við ekki að vinna haki hrotnu hálf- an og tvo þriðju sólarhringsins, eins og við þurfum nú; og fimmta hvern dag hefðum við frian. Það var alls ekki minnzt á það, að með því að draga smátt og smátt úr vinnutím- anum, og koma honum að lokum ofan í ekki neitt, þá var vitanlega öll framleiðsla og um leið allt líf útilokað. Þá benti liinn tungumjúki lærifaðir mér á það, að fvrst þetta væri nú mögulegt fvrir okkur verka- menn, að lifa í vellystingum, þá væri sjálfsagt að gera það, og það var ekki annað en að standa sam- an, reiða lmefann og láta liann

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.