Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 6

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 6
196 Þ J Ó Ð I N þekkja þá og varast? Þessari spurn- ingu er mjög erfitt að svara, fyr- ir þann, sem i fyrsta sinn er að leggja út i lífið. En hafið þetta til marks: Sá maður, sem æfinlega ræðst á garðinn, þar sem liann er lægstur, og siiilar á lægstu og auðvirðileg- ustu hvatir manna, hann er engan veginn líklegur til að frjóvga liuga ykkar eða skapa traustan grund- völl að lífsskoðun ykkar. Málstaður slíks manns þolir ekki samanhurð við önnur viðliorf, hann þolir ekki dagsins ljós. Slíkir menn eru vilanlega afar hættulegar bakteríur í þjóðarlíkam- anum, sem valda mannskæðum, hryllilegum sjúkdómum og mein- semdum. Þessir menn eru sníkjudýr þjóðfélagsins, þeir eru ránplöntur, sem valda kyrkingi nytjagróðursins. Garðyrkjumaðurinn gengur ekki að þvi gruflandi, að ef hann hyggst að fá viðunandi uppskeru úr jarð- eplaakri sínum, þá er frumskilyrði þess góð hirðing, þ. e. útrýming snikjudýra og ránplantna. Það er ekki einasta, að afrak garðyrkjunnar verði minna, heldur verður varan öll lakari. Það sama á sér stað í þjóðfélag- inu. Ef arfagróður þrífst þar vel, þá verður hann vitanlega lífsþrótti og ljósþrá nytjaeinstaklinga þess að fjörtjóni. Mér er ljós nauðsyn þess, að grafa fyrir þetta krahbamein þjóðarinn- ar, sem smátt og smátt mun sjúga úr henni merg og hlóð. Þess vegna taldi ég það skyldu mína, að verða með þessum fáu línum öðrum til vakningar, og vara þá við hættunni. Ég taldi mér skvlt að afhjúpa þessa varasömu boðbera, sem sitja um ykkur, ungu félagar, eins og Satan um sál manns. Látið þeim ekki takast að tæla ykkur út á braut siðspillingar og samvizkuleysis, út á braut glötun- ar og guðsliaturs, út á braut þá, er liggur til neðanjarðarhvelfingar ó- vætta þjóðarinnar. Gefið þeim maklega ráðningu, með því að hefjast nú þegar handa um upprætingu og hreinsun þeirra úr þjóðfélagi voru. Þá fvrst getið þið, synir vkkar og dætur, verið óhult fyrir mann- skemmandi áhrifavaldi auðvirði- legasta baráttuflokksins á íslandi. Sigurður Haraldsson.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.