Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 7

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 7
Þ J Ó Ð I N 197 Fjársukk ríkisins 1937. Nokkur atriði úr ríkisreikningnum og athugasemdum yfirskoðunarmanna. Landsreikningurinn fyrir árið 1937 kom út í nóv. Hann er afar fróðlegt plagg um meðferð fjármál- anna á því ári, ekki sízt þar sem honum fylgja mjög ítarlegar athuga- semdir og aðfinnslur frá hinum þingkj örnu yfirskoðunarmönnum, sérstaklega einum þeirra, Jóni Pálmasyni alþingismanni frá Akri. Sumar athugasemdirnar eru undir- skrifaðar af öllum þremur endur- skoðendum, þeim Jóni Pálmasyni, .Törundi Brynjólfssyni og Sigurjóni Ólafssvni, en auk þeirra gerir Jón Pálmason einn margar athugasemd- ir. .Tón Pálmason hefir áður vakið athygli á sér fyrir skorinorða og hreinskilna gagnrýni á fjárreiðum ríkis og ríkisstofnana, og á hann skildar þakkir alþjóðar fyrir að hafa rótað svo upp í fjármálaspill- ingunni. Sameiginlegar athugasemdir allra yfirskoðunarmanna. Af þeim skulu þessar nefndar: I fimmtu athugcisemd segir: — „Ivostnaður við pósthúsið í Regkja- vík liefir orðið kr. 211.296,74, eða kr. 51.296,74 hærri en fjárlög heim- ila. Mestur hluti þessarar umfram- greiðslu stafar af launagreiðslum fyrir yfirvinnu, vinnu á helgidög- um, vinnu vegna fría o. fl. Þar sem kostnaðurinn við starf- rækslu þessarar stofnunar fer sí- hækkandi, og er á þessu ári langt umfram það, sem fjárlög ákveða, virðist ástæða til að atliuga, hvort ekki væri unnt að breyta fyrirkomu- lagi á störfum hennar, svo draga megi eitthvað úr kostnaðinum.“ í sjöundu atliugasemd segir: „Rekstrargjöld landssímans hafa orðið kr. 255.950,36 hærri en fjárlög heimila. Aðallega liggja hækkanirn- ar í meiri launagreiðslum og meiri endurnýjun og viðhaldi, en Alþingi gerði ráð fyrir. Launagreiðslur í Reykjavík og við 1. fl. stöðvar hafa orðið kr. 741.- 394,00, en áætlað var í þessu skyni kr. 628.970,00. Þannig hefir verið greitt kr. 112.424,00 umfram það, er Alþingi áætlaði." Fjórtánda athugasemd hljóðar svo: „Fangahælið á Litla-Hrauni. Yfirskoðunarmönnum virðist sitt- hvað athugaverl við rekstur hælis- ins á Litla-Hrauni. Skulu hér nefnd nokkur atriði: 1. Bifreiðakostnaður: a. Fært til gjalda á reikningi búsins.. kr. 4241.50 b. Fært til gjalda á reikningi hælisins — 4230.05 c. Halli á 3 bifreiðum — 6211.17 Samtals kr. 14682.72

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.