Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Page 22

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Page 22
212 Þ J Ó Ð 1 \ Menn vara sig ekki ætíð á því hve erfitt það er, að tileinka sér svo ann- ara orð og liugsanir, að það hljómi eins og talað út úr eigin hrjósti, þeg- ar á að flytja það þriðja aðila. En þannig verður það þó að vera hjá leikurum, ef vel á að vera. Til þess að le'iklistin geti sýnt mannlífið eins og það er, verður hún ávalt að vera fullkomlega hlutlaus í öllum þjóðfélagsmálum. Hún má ekki hinda sig við lífsskoðanir eins framar öðrum. Menn verða að fá tækifæri til þess að velja og hafna. Jafnskjótt og leiklistin hættir að vera hlutlaus, glatar hún áhrifavaldi sínu, eða vinnur jafnvel gagnstætt því sem hún ætlar sér, og þess eru glögg dæmi frá síðari árum, að höft á leik- listinni ná aldrei tilgangi sínum. Rússneska leikhúsið var um eitt skeið talið standa fremst allra. Við byltinguna var það tekið og „þjóð- nýtt“ í þágu kommúnismans, þ. e. a. s. var gert að pólitísku áróðurstæki, var skipulagt á ný og kallað „öreiga- leikhús“. Þetta stóð yfir nokkur ár, og var ýmsra ráða neytt til þess að skapa alveg nýja list, „öreigaleiklist- ina“. Þar var e'kki látið nægja að sýna mannlífið eins og það er, held- ur varð að flytja lífið sjálft inn á leiksviðið. Það var talið óþarfi að hafa til þessa sérstaka listamenn, heldur átti fólkið sjálft að annast þetta. Þetta færðist fljótlega út í táknrænan f jarska, og það gekk ekki ætíð vel að húa til táknrænar mynd- ir af lífinu frá kommúnistisku sjón- armiði, svo auðskilið væri. Árangur- inn varð ekki að óskum, og tíu árum eftir byltinguna er þetta leiklistar- form ekki nothæft lengur, og hið borgaralega leikliús tekur aftur við, í sinni gömlu mynd, fær jafnvel smátt og smátt talsvert athafnafrelsi. En rússneska leikhúsið hefir glatað á- liti sínu. „Öreigalistin“ eignaðist áhangend- ur víða um heim, eins og við var að húast um nýtt listform, en náði þó hvergi fótfestu, nema helst í Þýzka- landi. Þar var þetla talsvert reynt, einkum á Piseator-leikhúsunum, þó þannig, að valdir listamenn voru látnir annast öll meiriháttar verk- efni, það var í rauninni aðeins hið ytra form öreigalistarinnar, sem var notað. En það sýndi sig þó hrátt, að það var ekki nothæft. Þegar Nazisminn komst til valda í Þýzkalandi, stóð horgaralega leik- listin þar mjög hátt, og var tekin lil fyrirmyndar um allan heim. En naz- isminn lét ekki listina afskiptalausa. Margir leikarar voru Gyðingar og urðu að flýja land, sjálf listin var „germaniseruð“, og var þar með lineppt í fjötra, sem háðu henni svo, að hún hefir ekki horið sitt harr síð- an. En á Norðurlöndum liefir horg- aralega leiklistin notið fullkomins frjálsræðis, hefir óhindrað fengið að halda áfram sitt þroskaskeið, og stendur nú hærra en nokkru siuni fyr. ★ Meginreglan, að leikhúsið sé vett- vangur sinnar samtíðar, gerir það að verkum, að þó leiklistin sé alþjóðleg, fær hún á sig nokkur sárkenni í Iiverju landi, verður að vissu leyti þjóðleg list. Þetta orsakast af þvi, að

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.