Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Page 27
t> J ó Ð I N
217
islega en vingjarnlega, eins og sá er
gleðst í hjarta sínu.
En lögregluþjóninum datt ekki í
hug að gruna Sóffa. Menn, sem brjóta
glugga, eru ekki vanir að standa
kyrrir og liefja umræður við þá
horðalögðu. Þeir laka til fótanna.
Lögregluþjónninn sá mann langt
niðri á götunni, sem var að flýta sér
að ná í bíl. Með reidda kylfuna tók
hann þátt í eltingarleiknum. Sóffi
lahhaði á burt, fullur fyrirlitningar.
Óheppnin hafði elt liann í hæði skipt-
in.
Hinum megin við götuna var gisti-
hús, sem eklci leit neitt sérstaklega
vel út. Það var fyrir þá, sem þurftu
mikið að horða, en voru auralitlir.
Matarílátin voru þvkk og sterk. And-
rúmsloftið var þykkt. Súpan og horð-
dúkarnir voru þunnir. Þrátt fyrir
skóræflana og buxnagarmana komst
Sóffi slysalaust inn og náði í sæti. Þar
át hann steikt nautakjöt. flatkökur,
soðkökur og fleira þess háttar. Síðan
skýrði hann þjóninum frá því að
hann ætti ekki grænan túskilding.
„Láttu nú hendur standa fram úr
ermum og kallaðu á lögregluna“,
sagði Sóffi, „og láttu mig ekki þurfa
að bíða i það óendanlega“.
„Við höfum nú ekki svo mikið við
þig“, sagði þjónninn. „Komdu,
Konni“.
Tveir þjónar tóku hann og fleygðu
honum út á götuna. Hann kom niður
á vinstra kjammann. Hann stóð upp
i mörgum áföngum, fvrst reis haus-
inn upp, síðan axlirnar og svo
skrokkurinn koll af kolli. Hann barði
af sér rykið. Fangelsunin virtist fjar-
lægur draumur. „Eyjan“ virtist langt
undan. Lögregluþjónn stóð fyrir
framan vínsöluslað í stuttri fjar-
lægð. Hann hló og gekk í burtu.
Sóffi gekk fram með mörgum hús-
um áður en hann fékk kjark til þess
að hiðla til fangelsisins aftur. í þetta
skiptið birtist möguleikinn honum í
því að ónáða kvenmann. Ung stúlka,
sæmilega til fara, stóð fyrir utan
húðarglugga og horfði með mikilli
athvgli á rakhursta og blekhvttur. 1
nokkurra feta fjarlægð var stór og
drambsamur lögregluþjónn. Þessi
laglega stúlka og lögregluþjónninn
þarna rétt hjá henni kom Sóffa til
þess að trúa þvi, að armur laganna
mundi hrátt opna sér leið út á
„evna“, litlu og notalegu.
Sóffi lagaði á sér bindið, sem kven-
trúboðinn hafði gefið honum, dró
skyrtuermarnar fram, hallaði hattin-
um út á hlið og gekk til stúlkunnar.
Hann gaf henni hýrt auga, hóstaði og
ræskti sig, brosti til hennar og blikk-
aði liana, og gerði annað það sem til-
hevrir undir slíkum kringumstæðum.
Sóffi hafði annað augað á lögreglu-
þjóninum og sá að hann hafði nánar
gætur á öllu. Stúlkan gekk nokkur
skref frá og hélt áfram að stara á
rakburstana. Sóffi geklc djarflega á
eftir henni, nam staðar við hlið henn-
ar, Ivfti hattinum og sagði:
„Þú þarna gullið mitt. Viltu ekki
koma með mér heim í garðinn
minn ?“
Lögregluþjónninn gaf þeim stöð-
ugt gætur. Stúlkan, sem þannig var
ónáðuð, þurfti ekki annað en rétta út
litla fingurinn til þess aðSóffi kæmist
í alla sæluna úti á „eynni“. Honum
fannst liann vera farinn að finna hit-