Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 30

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 30
220 ÞJÓÐIN I fylkingarbrjósti. í síðasta hefti „Þjóðarinnar“ birtust greinar um tvo af forvígismönnum Sjálf- stœðisflokksins, ráðherrana Ólaf Thors og Jakob Möller. Frá lesendum „Þjóðarinn- ar“ hafa borizt þakkir fyrir að kynna landsmönnum þannig æviatriði hinna merkustu stjórnmálamanna, og mun tima- ritið halda áfram þessum greinaflokki. Pétur Halldórsson, borgarstjóri. Pétur Halldórsson borgarstjóri og alþingismaður í Reykjavík er borinn og ljarnfæddur Reykvikingur, fædd- ur 26. apríl 1887. Hann varð stú- dent árið 1907, fór til Kaup- mannahafnar, lauk þar heimspeki- prófi, en hvarf síðan heiin og keypti bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, sem hann hefir átt síðan. Pétur Halldórsson hefir þegar frá öndverðu vakið á sér óskipt traust og sérstakar vinsældir allra, sem honum liafa kynnzt. Hann hefir skip- að mörg virðingarsæti og ábyrgðar- störf, en aldrei hefir liann troðið séi' í öndvegi, heldur verið kjörinn til starfa af öðrum. Hann var kosinn í bæjarstjórn Revkjavikur 1921. Hann liefir þvi nú um tvo áratugi verið starfandi sem einn aðalforystumaður í l)æjar- málum höfuðborgarinnar, verið for- seti bæjarstjórnar, átt sæti í bæjar- ráði, og verið borgarstjóri, siðan Jón Þorláksson féll frá 1935. í þeirri stöðu hefir honum auðnazt að gera hinar miklu hugsjónir Jóns Þorláks- sonar og stórkostlegu framfaramál Reykjavíkur, Sogsvirkjunina og hitaveituna, að veruleika. Þegar Einar Arnórsson varð hæstaréttardómari 1932, var Pétur Halldórsson fenginn til framboðs, og hefir hann verið þingmaður Revlc- vikinga síðan. Pétur Ilalldórsson hefir ekki að- ^ins starfað að stjórnmálum og svo- KÖlIuðum opinberum málum. Hann befir verið einn af forvígismönnum Góðtemplarareglunnar hér á landi, og var um skeið stórtemplar. Hann var og aðalforgöngumaður að stofn- un Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, þegar Menntaskólanum var lokað til hálfs fyrir æskulýð Reykjavíkur. Pétur Halldórsson var hinn mesti fræknleikamaður á yngri árum, i- þróttamaður, ramur að afli, þéttur á velli og þéttur í lund, söngmaður

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.