Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 35

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 35
1> J Ó Ð 1 J 225 Bókasafn á hvert heimili fyrir 10 kr. Menntamálaráð liefir ákveðið að líefja mikla og vandaða bókaútgáfu á næstunni. Á Alþingi var tekin ákvörðun um að sameina hana starfsemi Þjóðvina- félagsins. Að útgáfustarfsemi þessari munu vinna menn úr öllum lýðræðisflokk- um landsins á ópólitískum og þjóð- legum grundvelli. Safnað verður föstum áskrifend- um um land alt. Fyrir 10.00 kr. ár- g'jald munu þeir fá svo margar og góðar bækur, að betri kaup verði ekki liægt að gjöra á íslenzkum bókamarkaði. Út verða gefnar bæði frumsamdar og þýddar bækur, svo sem æfisögur merkra manna, valin skáldverk og alþýðleg fræðirit. Þessar bækur verða gefnar út á fyrsta ári: 1. Markmið og leiðir eftir Aldous Huxley. 2. Sultur, eftir Knut Hamsun, í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kald- aðarnesi. 3. Alþýðleg beilsufræði, eftir Jó- liann Sæmundsson lækni. 4. Viktoría drottning eftir Lytton Strachey, þýdd af Kristjáni Alberts- syni. 5. Almanak Þjóðvinafélagsins. 6. Tímaritið Andvari. 7. Uppreisnin í eyðimörkinni eftir T. L. Lawence. l'akmarkið er að koma upp úrvals bókasafni á hverju beimili til sjávar og sveita. Áskriftarlistar liafa verið sendir út um allt land. Sýnið bókaútgáfunni skilning og velvild og aukið þeklc- ingu sjálfra yðar með því að skrifa nafn yðar á áskriftarlistann. Leifur Auðunsson. Bernhard Newmann: Kvennjósnarinn. — Framhaldssaga — Anna beimsótti fangaherbúðirnar, komst í kynni við einn Irann og sá svo um að bann var látinn laus, en lionum voru þó gefnar gætur, og svo lét bún bann beimsækja sig annað veifið. Með þessu móti liafði hún upp úr honum flest það er máli skipti um bagi lians sjálfs, f jölskyldu hans, vini og ættingja, og lærði af honum ýms dagleg orðatiltæki og annað slíkt. IJann kenndi henni einn- ig hinn írska framburð á enskunni, —- en það gerði það skiljanlegt að einhverrar vankunnáttu gætli í mál- inu af og til. Eftir nokkrar vikur var bún sannfærð um að bún skildi til sæmilegrar hlitar lífskjör fólks og hugsunarhátt eins og hann gengur og gerist í írsku smáþorpi. Að því loknu snéri hún sér til miðstöðvar þýsku Iiernjósnanna, sem útvegaði henni meðmæli, og sá svo um að þau voru eins og þau áttu að vera að fullu og öllu. Þá lagði liún leið sína til Noregs og þaðan til Belfast, og að endingu settist hún að í friðsamlega

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.