Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 7
Stefnir]
Píslarsjónleikarnir í Ober-Ammergau.
485
áhorfendurnir skildu, en kirkj-
an var íhaldssöm og stóð á móti
í lengstu lög. Þetta fór allt fram
í kirkjunni, í guðsþjónustunni,
og var framkvæmt af klerkum.
Það var liður í guðsþjónustunni,
og hún átti að fara fram á la-
tínu. Réttur latíunnnar var því
mikill. En á hinn bóginn fór
réttur móðurmálsins vaxandi að
sama skapi sem þessi nýja list
gerðist óháð uppruna sínum, þó
að fáir tæki eftir.
Þá var og farið að leika
fleira en páskaviðburðina. Það
var farið að leika ýmislegt úr
píslarsögunni, sömuléiðis jóla-
guðspjallið, ílóttann til Egypta-
lands og fleira. Margt af þessu
varð að afar umsvifamiklum
leikj«m. Barnamorðið í Betlehem
var t. d. leikið, koma vitring-
anna frá Austurlöndum („Stjarn
an“) og þetta svo smám saman
fléttað saman í geisimiklar heild-
ir. Fór þá að verða erfiðara og
erfiðara að koma þessu fyrir inni
í kirkjunni eða innan umgerðar
guðsþjónustunnar. Þá þurfti oft
svo marga þátttakendur, að ekki
voru tiltök, að binda það við
klerka eina. Leikarnir færast út
úr kirkjunni og út í kirkjugarð-
inn, og svo enn síðar út á víða og
fagra völlu, ef kostur var á.
En við þetta verður önnur
breyting. Við það, að kirkjan
svo að segja missir tök á þessari
Krists-leikarinn við starf sitt, myndskurð.
hreyfing, fer hún að taka breyt-
ingum. — Menntunarskortur og
ruddaskapur miðaldanna fær yf-
irhöndina. Það er smám saman
farið að láta vondar persónur og
heimskulegar koma inn í leik-
ana, til þess að fjörga. Jafnvel
frelsarinn sjálfur er ekki látinn
í friði fyrir þessum aukapersón-
um, heldur verður hann á ýmsan