Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Blaðsíða 71
Stefnir]
Meiri háttar hrakningasaga.
549
ið í járnbrautarvagni, og kynni
ekki einu sinni ensku. Dómarinn
hafði engin umsvif, en sýndi hon-
um á almanaki daginn, sem þá
var, og annan eftir 10 daga. Síð-
an var farið með Roberts í svart-
holið aftur.
Nú var farið að reyna að kom-
ast að því, hvernig á Roberts
stæði, og fannst honum þetta
allt saman svo skrítið, að hann
ákvað að halda skrípaleiknum á-
fram dálítið lengur. Hugsaði
hann sér, að hann skyldi þykjast
vera Ungverji, því að hann þótt-
ist vita, að enginn Ungverji væri
í bænum.
Þóttist hann nú vera ákaflega
hræddur við yfirvöldin. En fanga
vörðurinn gerði sig blíðan og
reyndi að hughreysta hann. —
„Vertu ekki hræddur, skinnið
mitt“, sagði hann. „Við ætlum
alls ekki að sjóða þig lifandi".
En Roberts nötraði allur.
Loks komust yfirheyrslurnar
svo langt, að Roberts sagðist
kunna ofurlítið í spönsku, og
þóttist fangavörðurinn þá hafa
himin höndum tekið og hellti
yfir hann flóði af spurningum,
hvað hann héti, hvar hann væri
fæddur, hvaðan hann hefði kom-
ið, hvaða erindi hann hefði átt,
hvaða trú hann hefði, o. s. frv.
Roberts tók þá blað og blý-
ant og skrifaði með vondri rit-
hönd: Aureal Malako-
v i t c h . Fangavörðurinn bað
hann að segja sér eitthvað meira.
Hann skyldi ekki hirða um það,
þó að hann væri lengi. Bjó þá
Roberts, eða Malakovitch, eins
og við skulum nú hér eftir kalla
kunningja okkar, til eftirfarandi
lygasögu.
Lygasagan.
„Eg er Ungverji að ætt, fædd-
ur í Buda-Pest. Var í herþjón-
ustu á venjulegum aldri, en síðan
sendur til Rússlands í lífverði
sendiherrans. Þegar stríðið byrj-
aði, var eg þegar kvaddur heim,
en við tókum okkur saman um
það nokkrir, að strjúka heldur.
Földum við okkur í lest, sem
flutti strámottur til Hollands. Frá
Amsterdam komst eg til Mexíkó
og vann þar við olíulindir nokk-
ur ár. Þaðan komst eg svo á
skipi til Kanada og vann um
tíma hjá þýzkum bónda. Þaðan
komst eg huldu höfði í lest til
Winnipeg og þaðan aftur til
Bandaríkjanna, og hefi farið þar
um síðan, hingað og þangað". —
Þegar hér var komið sögunni,
stöðvaði fangavörðurinn hann og
spurði: „Hefurðu nokkurn tíma