Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 16

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 16
494 Nigarafossarnir. [Stoínir notaður, en aðeins þrír fjórðu fá að renna fram af brúninni. Aðal- skurðurinn er 10 metrar í þver- mál, og fara um hann 300.000 lítrar af vatni á sekúndu. En 80.000 ferkílómetra svæði í kring fær afl til allrar notkunar frá liessu orkuveri. Til samanburðar má hafa það, að ísland er liðlega 100.000 ferkílómetrar, en fólks- fjöldi er auðvitað margfaldur á hinu svæðinu. Ná sumar leiðslurn- ar alla leið í vesturhluta New Yorkríkisins, og er rafmagnið sent þangað með allt að 60.000 volta spennu. En nú stendur allt fast. Það er mikil þörf fyrir meira afl. I>að vatnsmagn, sem tekið hefir verið, er notað alveg út í yztu æsar, og er því ekki um ann- að að ræða, en fá meira vatn. En þá koma aðrir og segja nei. Það er nefnd ein voldug, sem á að sjá um, að fossinn sé ekki eyðilagður sem eitt af höf uðdjásnum landsins. Menn hafa rannsakað nákvæm- lega allt rennsli árinnar, og kom- izt að raun um, að þessi fjórði partur, sem tekinn hefir verið, skemmi ekki útlit fossins, en aft- ur á móti megi nú ekki meira taka. En þá koma verkfræðingar raf- magnsfélaganna og segjast skulu gera ráðstafanir til þess, að takai helming alls vatnsins í ánni, og- láta fossana verða fallegri eftir en áður. Mun þetta vera rétt, en peninga mun það kosta. í þessu liggur ]>annig, að foss- inn er tvískiftur, eins og áður er getið. Sá fossinn, sem er Kanda- megin, er skeifumyndaður, eins. og sjá má af myndum. í honum eru 94% af öllu vatnsmagni ár- innar. Bandaríkjafossinn er aftur á móti aðeins með 6% af vatns- magninu, en hann er mjög fag- ur, og ekki að tala.um, að hann megi skemma eða skerða. I honum fellur vatnið fram af beinni brún. hér um bil jafn djúpt landamia milli. Aftur á móti er sá galli á Kanadafossinum, að nálega allt vatnsmegnið, eða um 85% af því, fellur fram af brúninni í miðj- unni, inni í beygjunni. Af þessu leiðir það fyrst og~ fremst, að ef vatnsmegnið minnk- ar verulega, verður áin þur tit beggja landa, og er þá fegurS fossins mjög illa leikin. En hitt er þó alvarlegra, að ]>etta feikna vatnsmagn í miðjum fossinum sverfur brúnina svo ört, að nem- ur á ]>riðja meter á ári og fer sífelt versnandi, eftir því sem bugðan þrengist. Menn hafa upp- drætti af fossinum frá 1764, og'

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.