Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Síða 22

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Síða 22
500 Vorkleg hagnýting jarðhitans. [Stefnir urnar, og þær eru notaðar til þvotta. Fyrstu fyrirætlanirnar um not- kun lauganna til upphitunar fóru í þá átt, að dæla hinu eðlilega af- rennsli ihn til bæjarins, og nota það til hitunar fyrir landsspítala og barnaskóla. Þegar farið var að ræða um víðtækari hitun bæj- arins með jarðhita, heimilaði bæj- arstjórn Reykjavíkur forstjóra rafmagnsveitunnar, Steingr. Jóns- syni verkfræðing, að láta fram- kvæma boranir á laugasvæðinu, til þess að rannsaka, hvort ekki væri unnt með því móti, að fá aukið vatnsmegn. Vatnorkuver bæjarins til rafmagnsvinnslu þarfnast aukingar, og hagnýting jarðhitans kemur á tvennan hátt við það mál, þar sem vatn til upp- hitunar og heimilisnotkunar dreg- ur úr rafmagnsþörfinni, og það er ekki ómögulegt, að aukin raf- magnsframleiðsla geti byggzt á notkun jarðhita, í stað þess, að virkja fallvatn, sem liggur fjær bænum. Byrjað var að bora í júní 1928 með stálsandbor, 92 mm. að þver- máli niður í 100 til 170 metra dýpt, þar fyrir neðan 76 mm. Næst yfirborðinu eru leirlög og hraunlög á víxl, þar fyrir neðan blágrýti (basalt). Borast hafa að meðaltali 0,4 m. á klst. og sam- taldur kostnaður hefir orðið um 50 ísl. kr. á metra. Þessum bor- unum er ekki lokið ennþá, og verður því aðeins gefin bráða- birgðarskýrsla um þær hér. Full- komin skýrsla mun verða birt þegar þeim er lokið. Á mynd, sem sýnd var, sást niðurstaðan af borunum á 7 stöð- um. Merkastur er árangurinn í 2. og 5. borholu. önnur holan var 59 metra djúp, og lokaniðurstað- an var sú, að upp úr henni streymdu 10,8 lítrar á sek. af rúmlega 90° heitu vatni, eða á- móta og sjálfkrafa frárennsli lauganna. Vatnið barst að holunni í mismunandi dýptum milli 12 og 80 metra undir yfirborði. Þegar holan er opnuð, gýs vatnsbunan um 10 m. í loft upp, og þetta út- rennsli hefir engin áhrif á sjálf- krafa frárennsli lauganna. — 1 nokkrum hinna borholanna fékkst á svipaðan hátt dálítil auking á samanlögðu frárennsli. — Fimmta holan var dýpst, alls 248 metrar. Hitamælingarnar í henni bentu til þess, að nálægt 30 metra dýpi sé heit vatnsæð í nánd við holuna, og önnur minni eða fjarlægari i 75 metra dýpt. Ekkert vatn kom upp úr holunni, en alla leið frá h. u. b. 170 til 248 m. dýptar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.