Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 10

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 10
488 dinand Rosner að nafni, nýjan texta. Þessi texti var fram úr hófi smekklaus, fullur af óvið- eigandi gamanyrðum og glamri í smekk tímans, þegar þessir sjónleikar voru að ganga úr sér til fulls. Fóru þá að koma skip- anir um að hætta þeim. Árið 1762 var bannað að leika nema á morgnana, og í marzmánuði 1770 var loks tekið alveg fyrir þetta eftir eindregnum áskorun- um kirkjunnar. Ibúunum í Ober-Ammergau brá heldur en ekki við. Bannað? Var þeim þá bannað að efna þetta heilaga heit við guð al- máttugan, þetta heit, sem hafði bjargað þeim í svarta dauða?. Allan þennan tíma höfðu þeir haldið heit sitt trúlega. — Árið 1630 höfðu þeir flýtt leikjunum um 4 ár, til þess að leikárið stæði á tug. Og að þessu sinni, 1770 sluppu þeir, því að samgöngur voru ekki betri en það, að bann ið komst ekki til þeirra fyrri en í júní, og þá voru þeir búnir að leika tvisvar. Nú sendu þeir inni- legar áskoranir um að þeim væri veitt undanþága vegna heitsins, sem á þeim hvíldi. Ekkert svar. Þá skrifuðu hinir sex og tólf bæj- arstjórar og allir borgararnir aðra umsókn, og nú fengu þeir [Stefnir svar. Það var skýrt og afdráttar- laust nei. En þegar næsti áratugur var liðinn, var nýr fursti kominn, og hann veitti nokkrum bæjum í Suður-Bajern leyfi til þess að leika. En allir misbeittu þessu leyfi, og sýndu hneykslanlega leika, nema Ober-Ammergaubú- ar. Og svo fór, að leyfið var tek- ið af öllum árið 1780 nema þeim. Þetta ár, 1780, var textinn end- urskoðaður, en hvernig, sem á því hefir staðið, var mörgum smekkleysunum haldið. En árið 1810 komu tveir menn til skjal- anna, sem unnu ágætt verk fyr- ir leikinn. Það voru þeir Ott- mar Weiss, sem verið hefir munk- ur í Ettal-klaustrinu þar til það var lagt niður, og Rochus Ded- ler, skólakennari í Ober-Am- mergau. Weiss endurbætti text- ann, en Deidler samdi lög við all- an leikinn og þykja þau afar fög- ur þótt einföld sé. Þegar Ober-Ammergau var orðið eitt um hituna, óx að- streymið að píslarsjónleikunum þar afskaplega mikið og yfir- leitt breiddist nú yfir þá helgi- blæja sú, sem fylgir að jafnaði því, sem er sjaldgæft. Árið 1850 ritaði Eduard Devrient, sem var sérfræðingur í sögu leiklistarinn- Píslarsjónleikarnir í Ober-Ammergau.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.