Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 59
Stefair]
Sósíalismi eða framfarir.
537
ist hafa gegn þessu af alefli, hafa
skilið þjóðhagsmálin betur. Þeir
hafa barist fyrir heill þjóðfélags-
ins og efnalegum framförum. Só-
cíalistarnir stefna aftur á móti
beint út í efnalegt hrun.
Sócíalistarnir hafa lagt svo
einhliða áherzlu á það, að æsa
.verkamemi gegn því skipulagi,
sem nú er, og varið svo miklum
tíma til þess að keyra á verkföll,
að ýmislegt af því, sem verka-
lýðnum gæti komið að gagni, hef-
ir verið vanrækt. Það hefir verið
vanrækt, að kenna alþýðu manna
hagfræði þá, er að haldi má
koma, en skólar eru settir á
hverja þúfu, til þess að kenna
flest annað. Þær tilraunir, sem
menn hafa verið að gera til betra
skipulags á atvinnumálum, hafa
yfirleitt ekki fengið neinn stuðn-
ing hjá sósíalistunum, heldur
jafnvel þvert á móti. Sérstaklega
er eftirtektarvert að athuga, hve
gersamlega verkamannaleiðtog-
amir hafa vanrækt að leiðbeina
verkamönnum í því, hvernig
þeir geti látið sér verða sem mest
úr því kaupi, sem þeir vinna sér
inn. Og þó er enginn vafi á því,
að lang mesta bót, sem verka-
menn geta nú fengið á kjörum
sínum, er sú, að þeim væri leið-
beint um neyzluvörur. I hentugra
matarhæfi einu gætu verkamenn
í Svíþjóð fengið það, sem væri
meira virði fyrir þá efnalega, en
árangurinn af öllum verkföllum
í mörg ár. Verkfallið í Norður-
landinu sýndi þetta vel. Verk-
fallið var gert til þess að fá kaup
hækkað. En rannsóknir sýndu, að
meðferð fjárins hjá verkalýðnum
var alveg hræðileg vegna óhag-
anlegs fyrirkomulags. Þetta van-
rækja sócíalistarnir alveg, og
vilja ekki heyi'a það nefnt. Boð-
skapur sócíalismans, sem æfin-
lega gengur í öfuga átt við heil-
brigða fjármálastefnu, skyggir á
allt annað.
Það verður því Ijósara og ljós-
ara, að framfarir verða að nást
með þrotlausri baráttu gegn só-
cíalismanum. Og þessa baráttu
verða framfaramennirnir að
heyja, ekki sízt vegna sjálfra
verkamannanna. Það er því ekk-
ert annað en blekking, þegar só-
cíalistar kalla þetta stéttabar-
áttu. Það er aðeins og eingöngu
barátta um það, hvað öllu þjóð-
félaginu sé fyrir beztu fjárhags-
lega. Því skal alls ekki neitað, að
í hópi sócíalista sé til menn, sem
láta leiðast af einlægri velvild til
vinnandi stéttanna, og heitum á~
huga á því að bæta kjör þeirra.
Því skal ekki heldur neitað, að